Fréttir

Hilmar fjórði á öðrum keppnisdegi - úr leik í dag

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson varð í gær fjórði í svigkeppni í Landgraaf í Hollandi á sínum öðrum keppnisdegi ytra. Á þriðjudag landaði hann bronsverðlaunum en varð að sætta sig við fjórða sætið í gær.

Íslenski hópurinn kominn til Dubai

Heimameistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum hefst á morgun í Dubai en mótið stendur yfir dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Íslenski hópurinn lenti í Dubai seint í gærkvöldi en fyrsti íslenski keppandinn á svið á HM er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þann 10....

Hilmar með brons í Hollandi

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson vann í dag til bronsverðlauna í svigi á opnu alþjóðulegu móti í Landgraaf í Hollandi. Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars sagði að þeir félagar hefðu verið sáttir við fyrstu og þriðju ferð dagsins en ekki eins...

Ísland sat 30 ára afmælis- og aðalfund IPC í Bonn

Aðalfundur Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) fór fram í Bonn í Þýskalandi í lok októbermánaðar. Fulltrúar Íslands við fundinn voru Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF.

Hákon með silfur í tvíliðaleik í Stokkhólmi

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason er nýkominn heim frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann tók þátt í Stockholm Paragames. Hákon og meðspilari hans Philip Brooks lönduðu silfurverðlaunum í tvíliðaleik eftir að hafa tapað í oddalotu í úrslitaviðureigninni.

Ísland á HM í frjálsum: Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir

Íslenski hópurinn heldur á morgun til Dubai þar sem heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram dagana 7.-15. nóvember. Nú er röðin komin að þriðja keppanda Íslands en það er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR sem keppir í 100 og...

Hilmar á leið til Hollands

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er nú komin til Hollands þar sem hann mun á næstu dögum taka þátt í fjórum svigkeppnum á mótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).

Ísland á HM í frjálsum: Stefanía Daney Guðmundsdóttir

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Um er að ræða síðasta stórmót ársins þar sem gert er ráð fyrir um það bil 1000 keppendum en nú renna einmitt öll vötn til Tokyo þar...

Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, HR vann að mikilvægu lokaverkefni í þágu ÍF

Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, nýútskrifuð frá HR - Med í heilsuþjálfun og kennslu kom með lokaverkefni sitt á skrifstofu ÍF á dögunum en efnið tengist beint þjálfun og líkamsástandi fatlaðs afreksíþróttafólks. Verkefni beir heitið; Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand styrk...

Ísland á HM í frjálsum: Hulda Sigurjónsdóttir

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Um er að ræða síðasta stórmót ársins þar sem gert er ráð fyrir um það bil 1000 keppendum en nú renna einmitt öll vötn til Tokyo þar...

Sundleikjadagur Ideal & Íþróttasambands fatlaðra

Hafnafjörður – Selfoss – Reykjavík – Reykjanesbær Dagana 2.-3. nóvember verða haldnir sundleikjadagar Ideal og Íþróttasambands fatlaðra fyrir grunnskólabörn með þroskahömlun. Kynning og fræðsla á sundíþróttinni, leikir, þrautir og kennsla í sundlauginni. Fræðsla og kynningar fyrir foreldra á meðan börnin synda.  ...

Íþróttamaður og íþróttakona ársins 2019

Þriðjudaginn 10. desember næstkomandi verður kjöri Íþróttasambands fatlaðra á íþróttamanni og íþróttakonu ársins 2019 úr röðum fatlaðra lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík.

Íslandsmót ÍF og SSÍ í Ásvallalaug 8.-10. nóvember

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands í 25m laug í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 8.-10. nóvember næstkomandi.

Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Ísland teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu.

Parísarbúar hefja undirbúning fyrir leikana 2024

Ólympíuleikarnir og Paralympics munu fara fram í París í Frakklandi árið 2024. Nýverið var merki leikanna kynnt til sögunnar en þetta verður í fyrsta sinn sem báðir leikarnir munu notast við eitt og sama merkið. Merkið er eitt og sameiginlegt...

Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti athygli á Paralympics daginn

Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti mikla athygli á Paralympic daginn en Kristinn stefnir á keppni erlendis og það verður spennandi að fylgjast með honum. Þessi sleði getur nýst bæði sem tæki á hjólum og skíðum. Kristinn fór til Denver og hitti þar...

Fjölmenni á skemmtilegum Paralympic-degi

Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 19. október síðastliðinn. Þetta var fimmta árið í röð sem ÍF stendur að deginum en hann er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum fatlaðra sem stundaðar eru á Íslandi. ...

Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra?

Paralympic-dagurinn 2019 Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í...

Jón fimmtándi í hjólreiðakeppninni

Global Games í Ástralíu standa nú sem hæst og hér á eftir má sjá helstu tíðindi af íslensku fulltrúunum sem eru í Brisbane við keppni. Mótið er haldið af INAS sem eru heimssamtök íþróttamanna með þroskahömlun.

Paralympic dagurinn 2019

Ágæti lesandi. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er aðili að heimssamtökum fatlaðra íþróttamanna International Paralympic Committee (IPC). IPC skipuleggur og heldur utan um alþjóðlegt mótahald fyrir afreksfólk úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Um er að ræða heimsálfumót (EM fyrir okkur), heimsmeistaramót (HM) og ólympíumót...

5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17