Fréttir
Glæsilegir fulltrúar Íslands á Youth Summitt, leiðtogaráðstefnu Special Olympics 2020
Dagana 1. - 3. febrúar 2020 tóku þrír Íslendingar þátt í verkefni Special Olympics, Youth Summitt sem var haldið í Östersund í Svíþjóð. Youth Summitt er leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk og byggir á hugmyndafræði um samfélag fyrir alla. Tveir þátttakendur...
Hilmar kveður Slóvakíu með þrenn gullverðlaun og efstur á EC-lista!
Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni í Slóvakíu en í morgun vann hann sín þriðju gullverðlaun við mótið sem er hluti af Evrópumótaröð IPC. Hilmar kom fyrstur í mark í svigkeppninni í morgun með heildartímann 1:50,49 mín. Hilmar vann gull...
Hilmar með annað gull í Slóvakíu!
Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings vann í dag til sinna annarra gullverðlauna í Jasná í Slóvaíku þar sem hluti Evrópumótaraðar IPC fer nú fram. Hilmar hefur nú lokið þremur keppnisdögum af fjórum með ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun í...
Hilmar heldur áfram að rita skíðasöguna: Fyrsta gullið í stórsvigi!
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings var rétt í þessu að vinna til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu skíðamóti! Hilmar var með lokatímann 1:37.23 mín. og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France sem hafði...
Sundmenn á ferð og flugi í kappi við Tokyo-lágmörk
Frjálsíþróttafólk á leið til Dubai í mars Afrekssundmenn úr röðum fatlaðra höfðu í nægu að snúast um síðustu helgi en þá keppti hluti þeirra á Reykjavik International Games í Laugardalslaug og hluti keppti á Skagerak sundmótinu í Noregi. Árangur íslensku sundmannanna...
Hilmar með silfur í stórsvigi í Jasná
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson landaði áðan silfurverðlaunum í stórsvigskeppni í Jasná í Slóvakíu en keppnin er hluti af Evrópumótaröð IPC í alpagreinum.
Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi
Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklu-menn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur.
Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia helgina 25. - 26. janúar 2020
Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia fóru fram um helgina í íþróttahúsi Klettaskóla. Æft var stíft báða dagana, enda eins gott að hafa góð tök á boltunum þar sem framundan er NM í Noregi í maí. Á myndinni má sjá íþróttafólkið...
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 22.-23. febrúar
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Kaplakrika dagana 22.-23. febrúar næstkomandi. Skráningargögn og boðsbréf hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Þá sem enn vantar skráningargögn er bent á að hafa samband við if@ifsport.is
Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR
AF HVERJU ERU EKKI FLEIRI ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR AÐ STARFA Í LEIKSKÓLUM? Nú eru liðin 4 ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project) á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni...
Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum
Í tengslum við Reykjavík International Games standa, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum.
Nýtt skref stigið hjá körfuboltahópi Special Olympics hjá Haukum í Hafnarfirði
Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í gær. Þar mætti til keppni nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics. Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð...
Myndband: Skemmtilegar svipmyndir frá Nýársmótinu 2020
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 4. janúar síðastliðinn. Annað árið í röð var það sundkonan Tanya Jóhannsdóttir úr Firði sem vann Sjómannabikarinn eftirsótta.
Hilmar með silfur á Ítalíu
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings vann í dag til silfurverðlauna í svigi á Ítalíu. Hilmar tók þar þátt í þriggja daga svigmóti í Prato Nevoso en mótið var liður í heimsbikarmótaröð IPC.
Gullmót KR 2020
Hið árlega Gullmót KR í sundi fer fram í Laugardalslaug dagana 14.-16. febrúar næstkomandi. Skráningarfrestur í mótið er til miðnættis mánudaginn 10. febrúar og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 13. febrúar, kl. 20:00 en mótið heldur IPC...
Hilmar Snær íþróttamaður Garðabæjar 2019
Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá skíðadeild Víkings er íþróttamaður Garðabæjar 2019. Hilmar er á meðal fremstu svigmanna í heimi í standandi flokki fatlaðra en 2019 var stórt ár hjá Hilmari. Í umsögn Garðabæjar kemur eftirfarandi fram:
Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag þar sem Tanya Jóhannsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir...
Nýárssundmót ÍF 4. janúar
Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalslaug á morgun laugardaginn 4. janúar. Sérstakur heiðursgestur mótsins að þessu sinni er Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ).
Már ellefti í kjörinu á íþróttamanni ársins
Sundmaðurinn Már Gunnarsson varð ellefti í kjöri samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson var útnefndur íþróttamaður ársins, körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson varð annar og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hafnaði í 3. sæti. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra óskar...
Gleðileg jól
Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir samstarfið og stuðninginn í fjóra áratugi! Stjórn og starfsfólk ÍF