Islandsmót IF í frjálsum íþróttum 2020


Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum fór fram samhliða Meistaramóti FRÍ á Akureyri. Keppendur stóðu sig með prýði. Hulda Sigurjónsdóttir setti Íslandsmet í kúluvarpi, 10.35 og Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti Íslandsmet í kringlukasti 20.42.  Mikið var um persónulegar bætingar hjá keppendum enda allir í góðu skapi og fínasta formi þrátt fyrir að Covid hafi gert íþróttamönnum erfitt fyrir.

Ármenningar voru stigameistarar mótsins en Eikin hafði hreppt þann titil nokkur ár í röð.

Heildarúrslit má sjá hér  http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=M-00000658 en úrslit eru einnig listuð upp á fb síðu ÍF ásamt myndum frá mótinu. 

Stjórn Íþróttasambands Fatlaðra vill koma fram þökkum til UFA fyrir frábæra framkvæmd mótsins og þakkar mikilvægt samstarf FRÍ og frjálsíþróttanefndar ÍF. Einnig óskum við öllum keppendum til hamingju með árangur sinn

Á myndinni má sjá nokkra fulltrúa ÍF í hópi keppenda frá frjálsíþróttadeild Ármanns en fleiri myndir frá mótinu eru á fb síðu ÍF