Fréttir
Hilmar lokaði árinu með silfri á Evrópumótaröð IPC
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings vann í dag til silfurverðlauna á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum sem fram fór í St. Moritz. Hilmar sem hafði síðustu tvo daga stórbætt sig í stórsvigi var í fantaformi fyrr í dag þegar...
Hilmar gerir vel í stórsvigi í St. Moritz
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson, skíðadeild Víkings, hefur lokið öðrum keppnisdegi á EC-mótaröð IPC í St. Moritz. Hann varð í gær áttundi í stórsvigi og í dag keppti hann í stórsvigi á nýjan leik og hafnaði í 6. sæti.
Hilmar áttundi í stórsvigi
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Övarsson, Víkingur, er staddur í St. Moritz á EC-mótaröð IPC um þessar mundir en í dag hafnaði hann í 8. sæti í stórsvigi. Hilmar er á meðal fremstu svigmanna í standandi flokki fatlaðra í heiminum en er...
Nýársmót fatlaðra barna og unglinga 4. janúar 2020
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram fyrstu helgi í janúar ár hvert. Mótið fer fram í 25 m laug. Þátttökurétt á mótinu eru þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri. Að þessu sinni fer mótið fram þann...
"Börn eru gullmolar. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa"
Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari á heilsuleikskólanum Skógarási hlaut Hvataverðlaun IF 2019 eins og áður er komið fram hér á heimasíðu ÍF. Við það tækifæri varpaði hún fram þeirri spurningu, af hverju ekki sé fyrst horft til hreyfiþroska barnsins sem undirstöðu þess að...
Róbert setti Íslandsmet í Hollandi
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, er á heimleið frá Hollandi þar sem hann tók þátt í alþjóðlegu sundmóti í 50m laug. Róbert setti þar nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m flugsundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra.
Emil setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi
Frjálsíþróttamaðurinn Emil Steinar Björnsson, Ármann, setti um helgina nýtt og glæsilegt met í kúluvarpi í flokki F20 (þroskahamlaðir) þegar hann varpaði kúlunni 8,75 metra!
Bergrún og Már íþróttafólk ársins 2019
Ásta Katrín hlaut Hvataverðlaunin Jafnan er lokahnykkur hvers íþróttaárs hjá Íþróttasambandi fatlaðra kjörið á íþróttafólki ársins. Að þessu sinni voru það frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, og sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, sem valin voru íþróttamaður og íþróttakona ársins.
Opið fyrir umsóknir fyrir verkefni á sviðum íþrótta fatlaðra
Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við félagsmálaráðuneytið hefur tekið að sér umsjón með styrkveitingum til verkefna sem hafa að markmiði að efla íþróttastarf fyrir fólk með fötlun / sérþarfir. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu í tengslum við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs...
Már með lag í jólalagakeppni Rásar 2
Sundmaðurinn Már Gunnarsson er einnig fyrirtaks tónlistarmaður en hann og Ísold Wilberg Antonsdóttir tefla fram laginu jólaósk þetta árið í jólalagakeppni Rásar 2. Hægt er að kjósa í keppninni hér sem og að hlusta á lagið.
Ólafur tók við gullmerki ÍSÍ
Í tengslum við 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) var ákveðið að sæma tvo starfsmenn ÍF Gullmerki ÍSÍ, þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Ólaf Magnússon. Bæði eiga þau yfir þrjátíu ára starf að baki í þágu íþrótta fatlaðra.
Ísland sendir 3 fulltrúa á Youth Summitt 2020, leiðtogaráðstefnu ungs fólks
Jenni Hakkinen frá Special Olympics í Evrópu hélt kynningu á Unified Sport, Unified School og Youth Summitt mánudaginn 25. nóvember þar sem hún sagði frá helstu verkefnum og kynnti ,,Unified" hugmyndafræðina. Á fundinum voru auk fulltrúa ÍF og Special Olympics...
Malmö Open 6.-9. febrúar 2020
Malmö Open mótið fer fram dagana 6.-9.. febrúar 2020. Síðastliðin ár hafa þónokkur aðildarfélög fatlaðra á Íslandi lagt land undir fót til að taka þátt í Malmö Open.
Kynningarfundur Unified verkefna í dag
Í dag fer fram kynningarfundur á tækifærum sem skapast hafa í gegnum verkefni Special Olympics „Unifed sport" og „Unified schools“ sem byggir á blöndun og samfélagi án aðgreiningar.
Ólympíuleikvangurinn í Tokyo reiðubúinn í átökin
Framkvæmdum við Ólympíuleikvanginn í Tokyo er lokið og leikvangurinn því reiðubúinn í átökin fyrir Ólympíuleikana og Paralympics á næsta ári. Kostnaðurinn var 157 milljarðar jena eða 1,4 milljarðar dollara.
Góðar móttökur á Vestfjörðum þar sem leikskólabörnum er kennt á gönguskíði
Það var vel tekið á móti fulltrúum ÍF þegar haldin var kynningardagur YAP á Vestfjörðum 19. nóvember Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari á heilsuleikskólanum Skógarási Ásbrú og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Special Olympics á Íslandi kynntu YAP verkefnið sem fékk góðan...
IPC í samstarf við Airbnb
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) og Airbnb hafa náð samningum sem gerir Airbnb að samstarfsaðila IPC næstu fimm Paralympics-leika. Samningurinn mun vera einkar vel heppnaður fyrir t.d. áhorfendur og aðdáendur og íþróttafólk úr röðum fatlaðra.
Sonja og Thelma á leið til Póllands
Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík halda á morgun áleiðis til Póllands í áframhaldandi baráttu sinni fyrir þátttökuseðlinum fyrir Tokyo Paralympics 2020.
Myndband: Stór og vönduð kynning á íþróttum fatlaðra
Paralympic-dagurinn 2019 fór fram í októbermánuði en þetta var fimmta árið í röð sem Paralympic-dagurinn fer fram. Á deginum eru íþróttir fatlaðra á Íslandi kynntar gestum og gangandi en öll fimm árin hefur kynningin farið fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. ...
Danssamband Íslands stígur skref til framtíðar með ,,Stjörnuflokki" á mótum DSÍ
Á stjórnarfundi DSÍ 23. október 2019 var samþykkt að setja á fót sérstakan keppnis/sýningar flokk fundir heitinu ,,,Stjörnuflokkur "á mótum DSÍ. Þessi flokkur er fyrir fólk sem t.d. vegna fötlunar hefur ekki átt sömu tækifæri í hefðbundinni danskeppni skv reglum DSÍ. Keppendur í...