EM í frjálsum frestað til 2021


Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem fara átti fram í sumar í Póllandi hefur verið frestað til ársins 2021 vegna COVID-19 faraldursins.


Áætlað er að mótið fari fram dagana 2.-7. júní 2021 en frestun um eitt ár var tekin sameiginlega af Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og mótshöldurum í Póllandi.
 

ÍF mun færa frekari tíðindi af mótahaldinu þegar þau berast að utan.