Fréttir

ÍF og Atlantsolía á fullu gasi fram yfir Ríó

Íþróttasamband fatlaðra og Atlantsolía hafa endurnýjað styrktar- og samstarfssamning sinn og mun hann gilda fram yfir Paralympics sem fram fara í Ríó í Brasilíu 2016. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá sambandinu og því áframhaldandi samstarf við Atlantsolíu afar mikilvægt. Sveinn...

Tíu ný Íslandsmet á ÍM50

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á mótinu, fimm einstaklingsmet og fimm met í boðsundi. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra...

Áríðandi skilaboð vegna Íslandsmóts ÍF í sundi

Kæru aðildarfélög ÍF, forráðamenn og þjálfararVegna Íslandsmóts ÍF í sundi sem fram fer í Laugardalslaug n.k. laugardag og sunnudag biðjum við fólk vinsamlegast að fylgjanst grannt með verðurspá og ekki taka áhættu í ferðum milli staða.
Varðandi laugardaginn þar sem upphitun...

Lokakeppnisdagurinn runninn upp í Kanada

Þá er lokakeppnisdagurinn á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum runninn upp. Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, mun taka þátt í lokagrein mótsins en svigkeppnin fer þá fram í dag og seinna í kvöld lokahátíð mótsins.Svigkeppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma (fyrri ferð)...

Íslandsmót ÍF í 50m laug um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Laugardalslaug um helgina (14.-15. mars).Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Laugardagur 14. mars: Upphitun 13:00 og keppni hefst kl. 14:00Sunnudagur 15. mars: Upphitun 09:00 og keppni hefst kl. 10:00

HM lokið hjá Jóhanni

Þátttöku Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á heimsmeistaramótinu í alpagreinum er lokið en í dag á þessum síðasta keppnisdegi mótsins fór keppni í svigi fram. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en fjöldi skíðamanna féll úr leik í þessari fyrri umferð.Jóhann féll snemma í...

Jóhann hefur keppni í dag!

Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í alpagreinum þegar hann keppir í stórsvig í flokki sitjandi karla. Þar með verður Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að keppa í alpagreinum fatlaðra á heimsmeistaramóti! Keppnin í stórsvigi hefst...

Jóhann nítjándi í stórsvigi

Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, hefur lokið sinni fyrstu grein á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum sem nú stendur yfir í Panorama í Kanada. Jóhann hafnaði í nítjánda sæti í stórsvigi í sitjandi flokki og varð þar með fyrstu íslenskra karlmanna til...

Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2015

Opið fyrir umsóknirOpið er fyrir umsóknir fyrir sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra á Laugarvatni sumarið 2015. Sem fyrr eru tvær vikur í boði, sú fyrri dagana 19.-26. júní og sú seinni dagana 26. júní-3. júlí. Vinstra megin hér á forsíðu er hnappur...

Jóhann kominn til Panorama

HM fatlaðra í alpagreinum til 10. marsHeimsmeistaramót fatlaðra í alpagreinum er hafið í Panorama í Kanada. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, sem keppir í mono-skíðastól. Með Jóhanni í för til Kanada er...

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Félagar úr Kiwanisklúbbi Heklu heimsóttu skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra á dögunum og komu þar færandi hendi með styrk til handa sambandinu. Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs tók við styrknum frá Heklumönnum fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra. Heklumenn eru jafnan þekktir sem...

Ný tölvupóstföng ÍF


Íþróttasamband fatlaðra hefur tekið ný tölvupóstföng í notkun og verða þau eftirleiðis sem hér segir:Netföngin eru:Íþróttasamband fatlaðra – if@ifsport.is 
Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs: olafurm@ifsport.is 
Anna K. Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics: annak@ifsport.isTölvupóstur mun berast okkur sem sendur á eldri...

Ösp auglýsir eftir þjálfara í frjálsar íþróttir

Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir þjálfara í vetur og sumarið 2015 til þjálfunar hreyfi- og þroskahamlaðra íþróttamanna á aldrinum 12 ára og eldri. Þetta eru æfingar sem fara fram í Laugardalshöll á fimmtudögum, föstudögum, og laugardögum og í sumar í Laugardalnum
Nánari...

Hulda með nýtt Íslandsmet í kúlunni

Hulda Sigurjónsdóttir setti á dögunum nýtt Íslandsmet í kúluvarpi kvenna þegar hún tók þátt í Meistaramóti Íslands. Hulda sem keppir í flokki F20 (flokki þroskahamlaðra) varpaði kúlunni 9,42 metra. Á meðal eldri meta sem Hulda hefur átt í kúluvarpinu innanhúss...

Útivist fatlaðs fólks - möguleikar og tækifæri

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir fyrirlestri um möguleika fatlaðs fólks til að stunda útivist í dag, mánudaginn 16. febrúar klukkan 16:30. Verður fyrirlesturinn haldinn í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu , Hátúni 12, (Farið er sunnanmegin við húsið, það er sú hlið...

ÍF og LS Retail saman fram yfir Ríó

Íþróttasamband fatlaðra og LS Retail endurnýjuðu nýverið styrktar- og samstarfssamninginn sín í millum en ÍF og LS Retail munu ganga þéttum íþróttatakti fram yfir Paralympics í Ríó 2016. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Magnús Norðdahl forstjóri LS Retail undirrituðu...

Norræna barna- og unglingamótið í Færeyjum 2.-7. júlí

Dagana 2.-7. júlí næstkomandi fer Norræna barna- og unglinamótið í íþróttum fatlaðra fram í Færeyjum. Mótið er fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 12-16 ára. 
- Farsæl saga í rúma þrjá áratugi Barna- og unglingastarf hefur allt frá stofnun Íþróttasambands...

Kristín íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2014

Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona í Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði var kjörinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2014 í hófi sem fram fór í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á dögunum. www.bb.is greinir frá. Á heimasíðu BB segir einnig:Kristín var einnig valin íþróttamaður ársins 2013 og...

Hjólastólakörfuboltinn á fullu í Hátúni

Hópur iðkenda í hjólastólakörfubolta kemur saman öll mánudagskvöld í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni. Nú í um það bil eitt og hálft ár hafa æfingarnar staðið yfir og eru þær skipaðar bæði iðkendum úr röðum fatlaðra og ófatlaðra. Við ræddum við...

Jóhann fer á heimsmeistaramótið í Panorama

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson, frá Akri á Akureyri, verður á meðal þátttakenda á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum sem fram fer í Panorama í Kanada dagana 1.-10. mars næstkomandi. Jóhann dvelur þessi misserin í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum við æfingar...