Fréttir

Radisson Blu, Icelandair og Rúmfatalagerinn framlengja við ÍF

Íþróttasamband fatlaðra framlengdi á dögunum þrjá styrktar- og samstarfssamninga við setningu sautjánda sambandsþings ÍF sem fram fór á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. ÍF framlengdi við Radisson Blu, Icelandair og Rúmfatalagerinn en öll þessi þrjú fyrirtæki eru á meðal öflugra...

Íslandsleikar SO í knattspyrnu 30. maí

Íslandsleikar Special Olympics í knattpyrnu fara fram 30. maí á KR vellinumKnattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin ár skipulagt Íslandsleika Special Olympics í samstarfi við Special Olympics á Íslandi. Leikarnir hafa farið fram í samstarfi við knattspyrnufélag á hverjum stað, nú KR....

Helgi reynir við heimsmet - átján Íslandsmet komin

Frjálsíþróttafólk úr röðum fatlaðra hefur farið vel af stað árið 2015 en metin sem fallið hafa eru orðin átján talsins þetta árið! Á dögunum lönduðu þau Helgi Sveinsson og Hulda Sigurjónsdóttir tveimur nýjum Íslandsmetum. Helgi í spjótkasti í flokki F42...

Þrjú met í einu kasti hjá Helga!

Helgi Sveinsson á heimsmetið í spjótkasti F42Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti í kvöld heimsmetið í spjótkasti í flokki F42 er hann keppti á JJ móti Ármanns á Laugardalsvelli. Þar með er heimsmet Kínverjans Yanlong Fu fallið en það var...

The Color Run og Alvogen styðja við réttindi og velferð barna

- Hluti af þátttökugjöldum úr The Color Run renna til góðgerðarmála - 5 milljónum króna er úthlutað til íslenskra góðgerðarfélaga úr nýjum samfélagssjóði - Rauði krossinn, UNICEF og Íþróttasamband fatlaðra njóta góðs af hlaupinu Þrjú íslensk góðgerðarfélög hafa hlotið styrk úr nýjum samfélagssjóði The Color...

Thelma komin yfir 200 Íslandsmet!

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti sitt tvö hundruðasta Íslandsmet í Berlín á dögunum og fell það í 100 metra baksundi. Ferlið hófst 29. janúar 2010 á Reykjavíkurmeistarmóti í 400 metra skriðsundi og síðan eru komin 203 til viðbótar. Thelma Björg hefur haft mikla...

500 dagar í Paralympics 2016

Sunnudaginn 26. apríl voru 500 dagar þangað til Paralympics í Rio 2016 verða settir við hátíðlega athöfn í borginni. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gerir ráð fyrir að Paralympics 2016 muni brjóta öll met í sjónvarpsáhorfi. Gert er ráð fyrir rúmlega 4000 íþróttamönnum...

Ólafur Þór sæmdur æðsta heiðursmerki ÍF

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra stendur nú yfir á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Við þingsetningu var Ólafur Þór Jónsson gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands fatlaðra og honum einnig veitt æðsta heiðursmerki sambandsins. Ólafur Þór hefur setið í stjórn Íþróttasambands fatlaðra allt...

Eva og Halldór til liðs við stjórn ÍF

Sveinn Áki endurkjörinn á þingi ÍFSautjánda Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra er lokið en þingið fór fram að Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík í dag. Sveinn Áki Lúðvíksson var endurkjörinn formaður ÍF og þá komu ný inn í varastjórn þau Halldór...

Átján Íslandsmet á opna þýska

Opna þýska meistaramótinu í sundi lauk á dögunum þar sem fjölmennur hópur frá Íslandi tók þátt í mótinu. Alls féllu átján ný Íslandsmet í Berlín og tvö ný heimsmet en þar var að verki Fjölnismaðurinn Jón Margeir Sverrisson. Hér að...

Camilla sæmd heiðurskrossi ÍSÍ

Camilla Th. Hallgrímsson fyrrum varaformaður Íþróttasambands fatlaðra var um síðastliðna helgi sæmd heiðurskrossi ÍSÍ á íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Camilla var stjórnarmaður hjá ÍF 1990-2011 og vann mikið fyrir ÍF að málefnum fatlaðra barna og unglinga.Camilla var m.a. fararstjóri...

17. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra

Um helgina fer 17. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Dagskrá þingsins er eftirfarandi:Föstudagur 24. apríl (salur Hekla 2. hæð)19.00 Afhending þinggagna19.15 Kynningar• Skilgreining á Special Olympics og Paralympics (Ólympíumót fatlaðra)• Átaksverkefni um íþróttir barna...

Magnaður árangur Jóns í Berlín!

Opna þýska meistaramótinu í sundi er lokið þar sem Fjölnismaðurinn Jón Margeir Sverrisson fór mikinn. Jón Margeir tók sig til og setti tvö ný heimsmet á mótinu! Síðastliðinn fimmtudag setti Jón stórglæsilegt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14 og...

Nes með gull og silfur í 1. deild

Nes gerði afbragðsgott mót á Sveitakeppninni í boccia sem fram fór í Kaplakrika dagana 11.-12. apríl síðastliðinn. Nes landaði gull- og silfurverðlaunum í 1. deild og fögnuðu Suðurnesjamenn sigrinum vel og innilega í Hafnarfirði. Lokastaðan á Íslandsmótinu í sveitakeppni í...

Jón tók heimsmetið í 200 skrið að nýju!

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson er staddur á opna þýska meistaramótinu í Berlín þessa stundina en í dag setti hann nýtt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14 (þroskahamlaðir). Jón og Ástralinn Daniel Fox hafa bitist um heimsmetið síðustu ár en...

Fyrirlestur með Rudy sem þú mátt ekki missa af!

Þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi mun Rudy Garcia-Tolson halda fyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Fyrirlesturinn fer fram í E-sal á 3. hæð og hefst hann kl. 18:00. Rudy Garcia-Tolson notar gervifætur og hlaupafætur frá Össuri og hefur tekið þátt í þremur...

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis

Keppni í borðtennis á Íslandsmóti ÍF fór fram í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, var í fantaformi og vann til þriggja Íslandsmeistaratitla.Jóhann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Viðari Árnasyni úr KR og þá varð Jóhann...

Metaregn á Íslandsmótinu í Kaplakrika!

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra hófst í gærkvöldi í Kaplakrika en mótið er í samstarfi ÍF og Íþróttafélagsins Fjarðar. Fyrsta keppnisgrein á dagskrá var venju samkvæmt Íslandsmótið í frjálsum íþróttum og þar mættu íþróttamenn klárir í slaginn því um metaregn var að...

Við lofum suddalegu stuði

Ingvar Valgeirs og Hlynur Ben munu stýra Lokahófi ÍF sunnudaginn 12. apríl næstkomandi en hófið fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi. Ingvar lofar suddalegu stuði að eigin sögn: „Hlynur er mesti stuðbolti í geimnum en með okkur verða Binni bassaleikari og...

Tímasetningar Íslandsmótsins og lokahófið í Gullhömrum

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram helgina 10.-12. apríl næstkomandi. Keppni í boccia, frjálsum og lyftingum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði en keppni í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í...