Kristín verðlaunuð fyrir bestu frammistöðuna á Ítalíu


Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði er væntanleg heim til Íslands í kvöld eftir magnaða frammistöðu á Evrópumeistaramóti DSISO (Down Syndrome International Swimming Organisation). Á lokahófi EM í gærkvöldi fékk Kristín viðurkenningu fyrir bestu frammistöðu mótsins í kjöri þjálfara, fararstjóra og annarra liða!
 
Kristín kemur til landsins með tvö heimsmet, tíu Evrópumet, fimm gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
 
Nánar er hægt að sjá um afdrif og afrek Kristínar á Ítalíu á Facebook-síðu sundkonunnar.

Mynd/ Facebook-síða Kristínar - Kristín með viðurkenninguna sína fyrir bestu frammistöðu mótsins.