Fjölmennu Íslandsmóti lokið í Laugardalshöll



Íslandsmóti ÍF og Aspar í einliðaleik í boccia er lokið en mótið stóð yfir alla helgina í Laugardalshöll. Mótið var eitt það stærsta í einliðaleiknum með rúmlega 230 keppendur frá 15 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra.

Íþróttafélagið Ösp stóð að veglegri framkvæmd mótsins í tilefni af 35 ára afmæli Aspar félagsins. Það var svo ÍFR-maðurinn Hjalti Bergmann Eiðsson sem hafði sigur í 1. deildinni þetta árið. Keppt var til níu gullverðlauna á mótinu í samtals niu deildum og var dreifingin góð milli aðildarfélaganna þetta árið en sjö félögum tókst að tryggja sér gullverðlaun á mótinu en þau voru ÍFR, Snerpa, Akur, Nes, Gáski, Gróska og Ægir.

Úrslit mótsins:

1. deild

 
1. sæti - Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR
2. sæti - Jósef W. Daníelsson, Nes
3. sæti - Stefán Thorarensen, Eik

2. deild

1. sæti - Hrafnhildur Sverrisdóttir, Snerpa
2. sæti - Guðrún Ólafsdóttir, Akur
3. sæti - Nanna Kristín Antonsdóttir, Eik

3. deild

1. sæti - Unnur Marta Svansdóttir, Akur
2. sæti - Hörður Þorsteinsson, Eik
3. sæti - Lena Kristín Hermannsdóttir, Völsungur

4. deild

1. sæti - Sigríður Karen Ásgeirsdóttir, Nes
2. sæti - Grétar Georgsson, Akur
3. sæti - Kristín Friðriksdóttir, Snerpa

5. deild

1. sæti - Védís Elva Þorsteinsdóttir, Akur
2. sæti - Dagur Már Jóhannsson, Völsungur
3. sæti - Júlíana Silfá Haraldsdóttir

6. deild

1. sæti - Haukur Gunnarsson, Nes
2. sæti - Konráð Ragnarsson, Nes
3. sæti - Lovísa Pálsdóttir, ÍFR

7. deild

1. sæti - Gunnar Hafberg Ingimundarson, Gáski
2. sæti - Kristján Jónasson, ÍFR
3. sæti - Björney Þórunn Sigurlaugsdóttir, Ösp

BC 1-4

1. sæti - Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Gróska
2. sæti - Hilmar Kolbeinsson, ÍFR
3. sæti - Sigurður Smári Kristinsson, Þjótur

Rennuflokkur

1. sæti - Bernharður Höðversson, Ægir
2. sæti - Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes
3. sæti - Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp

Efri mynd/ Sigurvegarar í 1. deild í einliðaleiknum ásamt Laufeyju Þórðardóttur og Ólafi Ólafssyni frá Ösp.

Neðri mynd/ Hjalti Bergmann Eiðsson sigurvegari í 1. deild ásamt þjálfurum sínum frá ÍFR.