Opna ítalska frjálsíþróttamótið


Spjótkastarinn Helgi Sveinsson er kominn til Ítalíu þar sem hann tekur þátt í opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í borginni Rieti dagana 5. - 7. maí.

Á mótinu keppa allir sterkustu frjálsíþróttamenn álfunnar en mótið er liður í undirbúngi frjálsíþróttafólksins fyrir HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í London í júlímánuði n.k.

Með Helga á Ítalíu er kastþjálfari hans Einar Vilhjálmsson sem ætti að geta gefið honum góð ráð sem einn allra besti spjótkastari sem Ísland hefur átt.

 

Spjótkastkeppnin fer fram á laugardaginn 6. maí en allar upplýsingar um keppnina má finna á vefsíðunni www.rieti2017.fispes.it