Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2017


Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 21. maí á Þróttarvellinum.

Leikarnir eru samstarfsverkefni KSÍ, Special Olympics á Íslandi og LETR á Íslandi.

Freyr landsliðsþjálfari kvenna sér um upphitun kl. 12.45. Guðni Bergsson formaður KSÍ setur mótið kl. 13.00 og kveikir eld leikanna ásamt LETR á Íslandi. 

Keppt er í 5 manna liðum og karlar og konur keppa saman í liðum. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum.

.Kyndilhlaup lögreglu verður fyrir leikana en lögreglan hefur verið í samstarfi við Special Olympics á Íslandi frá 2013. Mæting í LETR hlaupið er kl. 11:50 50 við bifreiðastæði við Gnoðavog 1 (fyrir aftan Álfheima 72) ská á móti Glæsibæ. Hlaupið hefst kl. 12.20 en farið verður frá Gnoðavogi og inn á Engjaveg, þaðan farið á göngustíg sem liggur við Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og Grasagarðinn og inná Þróttarvöllinn.“