Ólafur hlaut Kærleikskúlu SLF



Afhending Kærleikskúlunnar fór fram í þrettánda sinn á Kjarvalsstöðum í vikunni. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir Rögnu Róbertsdóttur.

Að þessu sinni hlaut Ólafur Ólafsson formaður íþróttafélagsins Aspar Kærleikskúluna. Ólafur hefur verið starfandi formaður Asparinnar í yfir 30 ár og hefur alla tíð unnið launalaust en af ótrúlegum krafti og ósérhlífni. Framlag hans til íþróttastarfs fatlaðra á Íslandi hefur því verið einstakt og ómetanlegt.

Hjalti Geir Guðmundsson afhenti Ólafi kúluna ásamt móður sinni Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Hjalti Geir er einn þeirra fjölmörgu sem hefur náð að blómstra í íþróttum undir stjórn Ólafs og hans fólks.

Frétt af Facebook-síðu SLF