Íslandsmót ÍF í einstaklingskeppni í boccia 13.-14. október


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Húsavík dagana 13.-14. október næstkomandi. Skráningargögn vegna mótsins hafa þegar verið sendi til allra aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um skráningargögn geta haft samband á if@ifsport.is


Dagskrá mótsins er sem hér segir:


Föstudagur 13. október
9:00 Fararstjórafundur
9.30 Mótssetning
10.00 Keppni hefst
22:00 Keppni lýkur (í síðasta lagi)


Laugardagur 14. október
09:00 Keppni hefst
16:00 Keppni lýkur
19:00 Lokahóf í Ýdölum