Þorsteinn mættur á HM í Peking


Heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi fer fram í höfuðborg Kína, Peking, dagana 12.-17. september næstkomandi. Ísland teflir fram einum keppanda á mótinu en það er bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórssón.


Það er skammt stórmóta á milli hjá Þorsteini sem varð fyrstur Íslendinga 2016 til að keppa í bogfimi á Paralympics því nú er hann mættur til Kína og hefur leik á miðvikudag.


Þorsteinn mætir í undanrásir á miðvikudag kl. 13 að staðartíma eða kl. 17 að íslenskum tíma og síðar sama dag er svokallað „shoot out“ eða útsláttarkeppni.


Með Þorsteini í för er annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra, Ingi Þór Einarsson.


Mynd/ Frá æfingu Þorsteins í Peking.