Már með tvö ný Íslandsmet!


Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti nýverið tvö ný Íslandsmet þegar hann tók þátt í bikarkeppni SSÍ í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Már setti nýtt met í 1500m skriðsundi í flokki S12 (sjónskertir) er hann synti á 19:25,25 mín og hitt metið kom í 400m fjórsundi SM12 er hann synti á 5:33,88 mín.