Stór helgi í vændum: Íslandsmót og formannafundur ÍF


Í dag er formannafundur Íþróttasambands fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 17.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Það verður nóg við að vera þessa helgina þar sem Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer einnig fram þessa helgi í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.


Dagskrá formannafundar hefur þegar verið send til allra aðildarfélaga ÍF og dagskrá Íslandsmótsins í frjálsum innanhúss má nálgast hér en mótið fer fram inni á Meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands.