Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi


Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklu-menn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur.


Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ásamt Þórði Árna Hjaltested formanni ÍF veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir Garðar Hinriksson, Ólafur G. Karlsson og Sighvatur Halldórsson forseti Kiwanisklúbbsins Heklu sem afhentu styrkinn fyrir hönd Heklu-manna.


Það er Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafn öfluga stuðningsaðila og raun ber vitni enda verkefnastaða sambandsins sjaldan eða aldrei verið yfirgripsmeiri sem er mikið fagnaðarefni.