Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia helgina 25. - 26. janúar 2020


Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia fóru fram um helgina í íþróttahúsi Klettaskóla. Æft var stíft báða dagana, enda eins gott að hafa góð tök á boltunum þar sem framundan er NM í Noregi í maí. Á myndinni má sjá íþróttafólkið ásamt aðstoðarfólki. Í rennuflokki er aðstoðarfólk í raun áhrifavaldur í keppni því þar snýst allt um góða samvinnu og að túlka vilja keppenda þegar verið er að stilla af rennuna. 

Þau Valgerður Hróðmarsdóttir og Karl Þorsteinsson í boccianefnd ÍF sáu um skipulag æfingabúðanna og þau vilja koma á framfæri þakklæti til þátttakenda fyrir ánægjulega samveru þessa tvo daga.