Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020


Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020. Umsjón hefur vetraríþróttanefnd ÍF í samstarfi við Einar Bjarnason rekstrarstjóra í Bláfjöllum. Námskeiðið er fyrir þá sem vegna fötlunar þurfa séraðstoð eða sérbúnað, byrjendur sem lengra komna. Kostnaður er kr. 5.000 fyrir staka tíma, innifalið búnaður eftir þörfum, ráðgjöf og kennsla. Fyrir helgina er kostnaður kr. 20.000, innifalið er búnaður eftir þörfum, ráðgjöf, kennsla, og hádegismatur báða dagana. Kennt verður frá kl. 10.00 - 15.00 laugardag og sunnudag  en hvert skipti er 2 klst. 

Allar nánari upplýsingar veita Lilja, liljasolrun@gmail.com og Elsa, elsa@saltvik.is.

Miðað verður við ákveðinn fjölda m.t.t. búnaðar og fjölda aðstoðarfólks og áhugasamir því hvattir til að skrá sig sem fyrst. Greiðsla gildir sem staðfesting, banki 313-26-4394 kt: 620579-0259, skýring Bláfjöll og nafn þátttakanda.