Ísland boðið velkomið í Paralympic-þorpið


Í dag fór fram svokölluð Team Welcome Ceremony í Paralympic-þorpinu í Ríó de Janeiro. Um var að ræða formlega mótttöku á íslenska hópnum í þorpi íþróttamanna þar sem fáni Íslands var dreginn að húni og þjóðsöngurinn leikinn. Öll Norðurlöndin voru boðin velkomin á stórri sameiginlegri athöfn.


Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF voru viðstaddir athöfnina. Þann 7. september næstkomandi fer Opnunarhátíð Paralympics fram á Maracana-leikvanginum og þann 9. september verður Helgi Sveinsson fyrstur Íslendinga til þess að láta til sín taka á leikunum.


Mynd/ Íslenski hópurinn á Team Welcome Ceremony í Paralympic-village í dag.