Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 22.-23. febrúar


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Kaplakrika dagana 22.-23. febrúar næstkomandi. Skráningargögn og boðsbréf hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Þá sem enn vantar skráningargögn er bent á að hafa samband við if@ifsport.is


Íslandsmótið fer fram inni á Meistaramóti FRÍ. Skráningum skal skila eigi síðar en á miðnætti þann 18. febrúar n.k. en ekki verður hægt að skrá keppendur til leiks eftir að skráningarfrestur er liðinn.


Allar nánari upplýsingar er að finna í boðsbréfinu sem finna má hér.