Már ellefti í kjörinu á íþróttamanni ársins


Sundmaðurinn Már Gunnarsson varð ellefti í kjöri samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson var útnefndur íþróttamaður ársins, körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson varð annar og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hafnaði í 3. sæti. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra óskar öllu íþróttafólkinu til hamingju með árangur sinn á árinu og sérstakar kveðjur fær Júlían J.K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins - til hamingju með útnefninguna!


Þá var Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ en nánari fregnir af hófi ÍSÍ og samtaka íþróttafréttamanna má finna á öllum helstu fréttamiðlum.