Nýársmót fatlaðra barna og unglinga 4. janúar 2020


Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram fyrstu helgi í janúar ár hvert. Mótið fer fram í 25 m laug. Þátttökurétt á mótinu eru þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri. Að þessu sinni fer mótið fram þann 4. janúar 2020 í Laugardalslaug í Reykjavík.


Keppt skal í eftirtöldum greinum:

50 m baksund                            50 m bringusund

50 m flugsund                            50 m frjáls aðferð

25 m frjáls aðferð*

*25 m frjáls aðferð er fyrir byrjendur þar eru hjálpartæki leyfð, þ.e. armkútar, sundfit o.s.frv.  Einungis þeir sem ekki keppa í öðrum greinum mótsins hafa rétt til þátttöku.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

          1. grein 50 m baksund kk                      2. grein 50 m baksund kvk

          3. grein 50 m bringusund kk                  4. grein  50 m bringusund kvk

          5. grein  25 m frjáls aðferð kk                6. grein  25 m frjáls aðferð kvk

          7. grein  50 m frjáls aðferð kk                8. grein  50 m frjáls aðferð kvk

          9. grein  50 m flugsund kk                     10. gein  50 m flugsund kvk


Í mótslok fá allir þátttakendur viðurkenningu (þátttökupening). Í 50 metra greinum eru veitt verðlaun gull, silfur og brons samkvæmt stigaútreikningi miðað við stigaformúlu ÍF í flokkum S1-S18. Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta sundafrek mótsins samkvæmt stigaútreikningi.

Skráningargögn hafa þegar verið send út til aðildarfélaga ÍF. Þá er enn vantar gögnin geta haft samband á if@ifsport.is


Sjómannabikarinn.
Sigmar Ólason, sjómaður á Reyðarfirði gaf bikar til keppninnar árið 1984 þegar fyrsta Nýarssundmótið fór fram.

Heiðursgestur.
Í tengslum við Nýarssundmótið hefur skapast sú hefð að bjóða sérstökum heiðursgesti, sem í mótslok afhendir öllum þátttakendum viðurkenningu og sigurvegaranum “ Sjómannabikarinn”. Heiðursgesturinn í ár er Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Skráningar:
Skil skráninga eru föstudaginn 27. desember næstkomandi. Skráningum skal skila á gunnar.valur.gunnarsson@fivedegrees.com með cc á if@ifsport.is