Róbert Ísak setti þrjú ný Íslandsmet á RIG


Bætti 8 ára gamalt met Jóns Margeirs

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson frá Fjörður/SH setti þrjú ný Íslandsmet á RIG um helgina. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) setti nýtt met í 400m fjórsundi á tímanum 5:00,19mín. og tvíbætti svo Íslandsmetið í 200m flugsundi.


Fyrst bætti Róbert Íslandsmetið í flugsundi í undanrásum á tímanum 2:25.66mín og stórbætti svo metið á nýjan leik í úrslitum á tímanum 2:21.83mín og hafnaði í 3. sæti greinarinnar!


Metið í 400m fjórsundi átti Jón Margeir Sverrisson frá árinu 2013 en sá tími var 5:01.32 mín. en Jón átti líka Íslandsmetið í 200m flugsundi og það met hafði staðið frá 2010 og var 2:42.58mín.


Glæsilegur árangur hjá Róberti sem m.a. tók á síðasta ári þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti á vegum IPC í Mexíkó.


Mynd/ Golli - Róbert Ísak á RIG 2018