Fréttir

Opið fyrir skráningar á Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia fer fram í Laugardalshöll helgina 1.-2. apríl næstkomandi.  Sömu helgi eru einnig Íslandsmót ÍF og SSÍ í sundi og Íslandsmót í borðtennis en nánar um Íslandsmótin er hægt að sjá hér: https://www.ifsport.is/calendar

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 11. mars

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 11. mars næstkomandi. Tengiliður ÍF vegna framkvæmdar á keppni fatlaðra er Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar ÍF s: 847-0526

Yfirlýsing Norðurlanda varðandi stöðu mála í Úkraínu

Ólympíunefndir,  íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hittust á veffundum 3. febrúar sl.  Þessi norrænu samtök ítreka afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu.

Sambandsþing ÍF 2023 í Laugardalshöll

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalshöll þann 15. apríl næstkomandi. Fyrsta boðun hefur þegar verið send til íþróttahéraða og aðildarfélaga ÍF ásamt kjörbréfi. Ef einhverjir telja sig vanhaga um þessi gögn geta þeir haft samband á if@ifsport.is

Sumarbúðir ÍF 2023

Sumarbúðir ÍF 2023 að Laugarvatni verða dagana 23.-30. júní og 30. júní - 7. júlí. Umsóknartíminn er hafinn og er umsóknarfrestur til 20. mars næstkomandi. Jafnan er mikil ásókn í búðirnar og við hvetjum því alla til að virða umsóknartímann...

Eigum við ekki að blanda liðunum saman? Rétti liðsandinn á Haukamótinu í Hafnarfirði

Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka til leiks og í fyrsta skipti með fjögur lið. Liðin skiptust í eldri og yngri iðkendur og eitt lið var...

Skíðanámskeið Íþróttasambands fatlaðra fyrir 18 ára og yngri

Skíðanámskeið Íþróttasambands fatlaðra verður haldið í Bláfjöllum 28-29. januar 2023. Umsjón og skipulag er hjá vetraríþróttanefnd ÍF í samstarfi við Einar Bjarnason rekstrarstjóra í Bláfjöllum. Námskeiðið er fyrir 18 ára og yngri, þá sem vegna fötlunar þurfa séraðstoð eða sérbúnað, byrjendur...

Sjómannabikarinn 2023 hlaut Snævar Örn Kristmannsson, ÍFR

Nýárssundmót fatlaðra barna og ungmenna fór fram í Laugardalslaug, þann 7. janúar og er þetta í 38 skiptið sem mótið er haldið. Vegna Covid19 hefur verið hlé á mótinu frá 2020.  Þarna keppa börn 16 ára og yngri með mismunandi fötlun...

Nýárssundmót ÍF í Laugardalslaug 7. janúar 2023.

Nýárssundmót ÍF fer fram í sundlauginni, Laugardal þann 7. janúar 2023 og hefst kl. 15.00. Heiðursgestur mótsins verður Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sem mun afhenda verðlaun og sérstaka viðurkenningu til allra keppenda í lok mótsins. Skólahljómsveit Kópavogs sér um tónlistarflutning,...

Gleðileg jól

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir samstarfið og samfylgdina á liðnum árum og sjáumst á nýju íþróttaári 2023.

Brúum bilið: Verkefni til að auka þátttöku og virkni fatlaðra barna og ungmenna í íþróttastarfi

ÍF, ÍSÍ og UMFÍ stíga saman á vagninn og stefna til framtiðar þar sem allir fá tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi

Sjö fulltrúar Íslands á NM í Noregi

Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Bergen í Noregi dagana 8.-13. desember næstkomandi en íslenski hópurinn hélt út í nótt. Mótahaldið er sameiginlegt líkt og á Íslandsmóti ÍF og SSÍ en alls sjö fulltrúar frá Íslandi keppa...

Tvö Íslandsmet í undanrásum í morgun

Íslandsmót Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra hófst í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt er í 25m laug og þegar í undanrásum morgunsins féllu tvö ný Íslandsmet hjá heimamönnunum Hirti Má Ingvarssyni og Róberti Ísaki Jónssyni!

ÍM 25 hefst í Ásvallalaug í dag

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug hefst í dag föstudaginn 18. nóvember. Mótið fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, og lýkur á sunnudag 20. nóvember. Undanrásir hefjast kl 9:30 alla morgna og úrslitin hefjast kl 16:30.

Rússum og Hvít-Rússum tímabundið vikið úr Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra

Þessa dagana stendur yfir auka-aðalfundur Alþjþóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC). Fulltrúar Íslands við fundinn eru Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF. Í gærkvöldi dró til tíðinda þar sem aðild Rússlands og Hvít-Rússlands að...

Samstarf við Magnús Orra Arnarsson, vegna þátttöku Íslands á heimsleikum Special Olympics í Berlín 2023

Í dag var staðfestur samningur við Magnús Orra Arnarson sem felur í sér að hann mun vinna kynningarmyndbönd vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023. Hann vinnur verkefnið fyrir Special Olympics á Íslandi og ÍF en samstarf við Magnús Orra hófst árið 2019...

Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir.

Íþróttasamband faltaðra kynnti fyrir tveimur árum sumarbúðir ELSASS samtakanna í Danmörku. Þar takast börn og ungmenni með CP  á við nýjar áskoranir. Óskað hafði verið eftir því að Íslendingar fengju aðgang að þessum sumarbúðum og vel var tekið í það. Nú hefur, Kristín, íslensk...

Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 Undirbúningur hafinn

31. október var haldinn í Laugardalshöll, fyrsti fundur keppenda, aðstandenda, þjálfara og fararstjóra vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023.  Heimasíða leikanna  https://www.berlin2023.org/ Leikarnir hefjast með opnunarhátíð 17. júní og lýkur 25. júní. Íslenski hópurinn mun búa í vinabænum Kempten nokkra daga fyrir...

Frábært samstarfsverkefni SOI - Special Olympics International og IPF - International Powerlifting Federation

Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT Íslenska landsliðið í kraftlyftingum er á förum til Viborg í Danmörku þar sem heimsmeistaramót IPF í kraftlyftingum fer fram 14-19 nóvember nk. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur...

Hlakka til þessa skemmtilega dags

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir verður viðburðastjóri á Paralympic-daginn 2022. Þessi stóri og skemmtilegi kynningardagur á íþróttastarfsemi fatlaðra á Íslandi fer fram laugardaginn 3. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00

1 2 3 4 5 6 7 8