Flokka- og bikarmót ÍF 2023


Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram dagana 20.-21. maí næstkomandi. Mótið verður í 50m laug en keppt verður í Laugardalalsug í Reykjavík. Öll félög innan Íþróttasambands fatlaðra hafa þátttökurétt á mótinu. Lið samanstendur af iðkendum / félagsmönnum sama félags

 

 

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Laugardagur     Upphitun kl. 14:00               Mót kl: 15:00
1. grein 200 m frjáls aðferð kvk                2. grein 200 m frjáls aðferð kk
3. grein  50 m flugsund kvk                       4. grein 50 m flugsund  kk
5. grein 50 m bringusund kvk                   6. grein 50 m bringusund kk
7. grein 100 m baksund kvk                      8. grein 100 m baksund kk
9. grein 150 m þrísund kvk                                   10. grein 150 m þrísund kk
11. grein 200 m fjórsund kvk                    12. grein 200 m fjórsund kk
13. grein 100 m frjáls aðferð kvk              14. grein 100 m frjáls aðferð kk
Hlé 10 mínútur
15. grein 4*100 m fjórsund kvk                 16. grein 4*100 m fjórsund kk

Sunnudagur      Upphitun kl. 9:00                 Mót kl: 10:00
17. grein  4*100 m frjáls aðferð kk           18. grein  4*100 m frjáls aðferð kvk
19. grein 50 m frjáls aðferð kk                  20. grein 50 m frjáls aðferð kvk
21. grein 50 m baksund kk                        22. grein 50 m baksund kvk        
23. grein 100 m flugsund kk                     24. grein 100 m flugsund kvk
25. grein 100 m bringusund kk                 26. grein 100 m bringusund kvk
27. grein 400 m frjáls aðferð kk                28. grein 400 m frjáls aðferð kvk
Hlé 10 mínútur
29. grein 4*50 m frjáls aðferð blandað

Boðsund
Allir meðlimir boðsundssveitarinnar verða að vera frá sama félagi skráðir inn á mótið.
Met fást ekki staðfest nema niðurröðin í sveitir sé samkvæmt reglum IPC um niðurröðun boðsund.  Boðsundseyðublöðum þarf að skila inn hálftíma fyrir viðkomandi keppnishluta.

Verðlaun.
Keppendum er raðað í greinar eftir tímum óháð fötlunarflokkum.  Verðlaun verða þó veitt eftir fötlunarflokkum og hlýtur viðkomandi sæmdarheitið „Flokkameistari í flokki S?“.  (Ekki eru veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið)

Veitt verða verðlaun í flokkum:

 

 

 

S1-S10          Hreyfihamlaðir
S11-S13        Blindir og sjónskertir
S14                Þroskahamlaðir
S15                Einhverfir (Virtus)
S16                Down Syndrom
S18                Heyrnaskertir

Það félag sem er stigahæst í einstaklingsgreinum hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari ÍF í sundi“.  Stig eru veitt fyrir 10 efstu sætin í hverjum flokki, 1. sæti 12 stig, 2.sæti 10 stig, 3. sæti 8 stig og svo 7,6,5,4,3,2,1

Sundnefnd ÍF minnir á að félög þurfa að útvega starfsmenn í hlutfalli við fjölda skráninga.  Sjá reglu 1.5 í sundreglum ÍF.

Mynd með frétt: Davíð Eldur - Róbert Ísak Jónsson í flugsundi á ÍM50 2023