Fyrstu Íslandsleikar Special Olympics á Íslandi í keilu


Fyrstu Íslandsleikar Special Olympics í keilu fara fram dagana 23. og 24. maí í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Laufey Sigurðardóttir þjálfari keiludeildar Aspar hefur haft veg og vanda að undirbúningi og skipulagi í samstarfi við Special Olympics á Íslandi.  

Spilaðir verða 4 leikir yfir tvo daga. Keppni mun standa báða dagana frá 16:50 til 18:50. Mæting að lágmarki 15 mínútum fyrir keppni.

Verðlaunaafhending fer fram strax að keppni lokinni eftir seinni daginn. Öllu ætti að vera lokið um 19:30.

Skráning fer fram í tölvupósti á keiludeildin@gmail.com   Skila þarf inn skráningum fyrir 17. maí

 

Reglugerð um Íslandsleika SO

1. grein  Íslandsleika SO skal haldið árlega.

2. grein  Keppt skal í karla og kvenna flokkum.  Til að hafa þátttökurétt í Íslandsleikum SO þarf viðkomandi að vera skráður sem fatlaður hjá því keilufélagi sem viðkomandi er skráður í.

3. grein  Leiknir eru 4 leikir sem skiptast í 2 leiki á fyrri degi og 2 á seinni keppnisdegi. 2 leikir á sömu braut.

4. grein   Ef skera þarf úr um jafntefli í sætaröðun þá skal síðasti leikur látinn gilda þ.e. sá/sú sem er með hærri leik hlýtur efra sætið.  Ef hann er jafn hár þá er farið í næsta leik þar á undan og síðan koll af kolli.

5. grein  Úrslit liggja fyrir að leik loknum