Skráning hafin á Íslandsmót SSÍ og ÍF í sundi


Skráning er hafin á Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug. Mótið fer fram dagana 1.-3. apríl næstkomandi. Við vekjum sérstaka athygli á því að keppt er þá laugardag, sunnudag og mánudag.


Mótið fer fram í Laugardalslaug en allar nánari upplýsingar um skráningu er að finna hér á heimasíðu SSÍ.


Skráningafrestur rennur út fimmtudaginn 16. mars 2023 en skráningar sendast með rafrænum hætti á sundmot@iceswim.is


Lágmörk fyrir mótið er að finna hér.


Sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við skrifstofur Sundsambands Íslands og eða Íþróttasambands fatlaðra. Þá er einnig hægt að setja sig í samband við sundnefnd ÍF hjá formanni Kristínu Guðmundsdóttur á krigu@simnet.is