Skráning hafin á Íslandsmótið í lyftingum


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í lyftingum fer fram í CrossFit stöðinni á Selfossi þann 25. mars næstkomandi.


Skráningargögn hafa þegar verið sendi til aðildarfélaga ÍF en þá sem vantar gögnin er bent á að hafa samband við if@ifsport.is – Skráningum skal skila inn fyrir 20. mars á lara@kraft.is með cc á if@ifsport.is


Mótið verður í samstarfi við KRAFT og Íþróttafélagið Suðra. Vigtun verður kl. 12.00 og hefst keppni kl. 14.00.