Hákon þrefaldur Íslandsmeistari 2023


Íslandsmót ÍF í borðtennis fór fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni laugardaginn 1. apríl síðastliðinn. Hákon Atli Bjarkason frá ÍFR varð þrefaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í tvíliðaleik, sitjandi flokki 1-5 og í opnum flokki eftir sigur gegn kollega sínum Wova Cherniavskyi.


Í flokki 11 kvenna var það Soffía Rúna Jensdóttir sem varð Íslandsmeistari og karlamegin var það Óskar Aðils Kemp sem fagnaði titlinum í flokki 11. Gaman var að sjá að Tómas Björnsson var mættur aftur til leiks og varð Íslandsmeistari í standandi flokki 6-10 eftir úrslitaviðureign gegn ungum og efnilegum spilara frá KR sem heitir Birkir Steinn Ásgeirsson.

Hinn ungi og efnilegi Björgvin Ingi Ólafsson tók ekki þátt í mótinu að þessu sinni vegna meiðsla.

Myndasafn frá mótinu
Úrslit mótsins má nálgast hér


Myndir/ JBÓ - Hákon Atli með sigurlaunin. Neðri myndir eru af Wova frá úrslitaleiknum í opnum flokki og Birki í keppni einnig í opnum flokki.