Íþróttafélagið GERPLA er umsjónaraðili Íslandsleika Special Olympics í fimleikum 2024


Íslandsleikar Special Olympics í fimleikum 2024 fara fram laugardaginn 20.apríl Íþróttafélagið Gerpla, Kópavogi er umsjónaraðili Íslandsleikanna í samstarfi við FSÍ. Keppni hefst um kl. 13 en sama dag fer einnig fram Þrepamót FSÍ þar sem yngstu iðkendur sýna listir sínar. 

Íþróttafélagið Gerpla í samstarfi við FSÍ hefur verið leiðandi í skipulagi Íslandsleika Special Olympics i fimleikum allt frá upphafi. . 

Fimleikastarf fyrir fatlaða hófst á Íslandi þegar Auður Inga Þorsteinsdóttir,  þjálfari hjá Gerplu, greip keflið og fór með fyrsta  íslenska keppandann á heimsleika Special Olympics árið 1999, sem þá voru haldnir í Raleigh og Durham í Norður Karólínu, USA. Leitað hafði verið til FSÍ að finna þjálfara og keppanda til að stíga fyrsta skrefið í fimleikunum en þátttaka í heimsleikum  Special Olympics  hefur reynst árangusrík gulrót til að innleiða nýjar íþróttagreinar.innan Special Olympics á Íslandi. 

Forsvarsfólks og þjálfarar hjá Gerplu hafa haft gríðarleg áhrif á marga einstaklinga en ófáir tiðkendur úr Special Olympics hópnum hjá Gerplu hafa fengið tækifæri til þátttöku á heimsleikum Special Olympics.  Á þeim áratugum sem liðið hafa frá því Gerpla tók keflið hefur reynst gríðarlega erfitt að fá fleiri félög til samstarfs en vonandi verður breyting á með verkefninu ALLIR MEÐ. Þar er ábyrgðin sett á alla íþróttahreyfinguna að taka höndum saman og opna dyrnar þannig að enginn sé útilokaður frá tækifærum sem íþróttastarfið býður upp á. 

Fimleikasamband Íslands hefur stutt ÍF og Special Olympics í að senda út bréf til allra fimleikadeilda þar sem boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð frá reynslumiklum þjálfurum Special Olympics hópsins.  Vonast er til þess að fleiri félög sýni áhuga en tækifærin eru gríðarlega spennandi og leitt að stór hópur um allt land missi af tækifærum, þar sem tilnefningar berast ekki um fimleikaiðkendur á þessum svæðum.  Tilnefningar á heimsleika Special Olympics byggja ekki á árangri, heldur mætingu, frammistöðu, bætingu og félagslegri hegðun. Allir eiga því kost á að vera valdir í hópinn!

 

Mynd frá Agnesi Suto sem mætti sem ljósmyndari á heimsleikana í Berlín 2023