Opið fyrir skráningar á Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia fer fram í Laugardalshöll helgina 1.-2. apríl næstkomandi.  Sömu helgi eru einnig Íslandsmót ÍF og SSÍ í sundi og Íslandsmót í borðtennis en nánar um Íslandsmótin er hægt að sjá hér: https://www.ifsport.is/calendar


Skráningarfrestur fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni í boccia er 17. mars. Skil skráninga fara fram á kallith@simnet.is (Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF) og cc á if@ifsport.is
Við biðjum aðildarfélögin að taka vel í það ef beiðnir um aðstoð við dómgæslu koma til þeirra.

Ef einhver félög vanhagar um skráningargögn eru þau beðin um að hafa samband við if@ifsport.is