Það má segja að keppendur frá Special Olympics hópi Hauka hafi verið í sviðsljósinu um helgina. Haukaliðin tóku þátt í Stjörnustríðsmótinu í Garðabæ en gríðarlega öflugt starf er að byggjast upp undir stjórn frábærra þjálfara.
Tvö upptökuteymi fylgdust með liðunum, annað frá Special Olympics í Evrópu og hitt frá EEA Norway Grant, sjóðnum sem stendur á bak við Evrópuverkefni sem Ísland tekur þátt í ,,Inclusion Through Sport for Children with Developmental Disability" Þar að auki var Magnus Orri Arnarson með upptökuvél á lofti fyrir ÍF og Special Olympics á Íslandi.
Samstarfslönd Íslands í Evrópuverkefninu eru Rúmenía, Bosnía Herzegovina, Montegegro, Lithán og Slóvakía auk þess sem Pólland kemur að rannsókn tengd verkefninu. Hlutverk Íslands í verkefninu er sérfræðihlutverk og hafa fulltrúar Íslands heimsótt löndin undanfarna mánuði. Lokafundur verkefnisins verður á Islandi í október