Ingvar Valgeirs og Swizz á lokahófi ÍF 2. apríl


Íslandsmót Íþróttasamband fatlaðra í sveitakeppni í boccia, borðtennis og sundi fer fram dagana 1.-3. apríl næstkomandi. Lokahóf mótsins verður í Gullhömrum í Grafarvogi sunnudagskvöldið 2. apríl og þegar hafa verið seldir á þriðja hundrað miðar á hófið!


Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður og stuðbolti stýrir lokahófinu og leikur svo fyrir dansi með hljómsveitinni Swizz fram til kl. 23.00. Húsið verður opnað gestum kl. 18.30 og matur borinn fram kl. 19.00.

Matseðill kvöldsins er ekki af verri endanum en á boðstólunum verður Lambahryggsvöðvi borinn fram með gratínkarföflu,steinseljurót og rauðvínssósu. Og í eftirrétt verður Vanilluís Gelato með súkklaðibitum.