Fréttir

Breyting á keppnistíma í boccia

Keppni í boccia á Íslandsmóti ÍF sunnudaginn 21. mars hefst kl. 10:00 en ekki kl. 09:00 eins og áður hefur verið auglýst. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og áréttum að á morgun, sunnudaginn 21....

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra 2010

Dagna 20.-21. mars fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram þar sem keppt verður í sex greinum, sundi, boccia, bogfimi, frjálsum íþróttum, lyftingum og borðtennis. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði, keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu...

Mótaskráin fyrir Íslandsmótið í sundi

Íslandsmót ÍF í sundi í 50m. laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um næstu helgi. Keppt er laugardaginn 20. mars og sunnudaginn 21. mars.Upphitun hefst kl. 14:00 á laugardag og kl. 09:00 á sunnudag. Smellið hér til að sjá mótaskránna...

Íslandsmót ÍF í beinni á Sport TV

Um helgina fer Íslandsmót Íþróttasamband fatlaðra fram en keppt verður í sex íþróttagreinum. Netútsendingastöðin www.sporttv.is mun sýna beint frá nokkrum íþróttagreinum á Íslandsmóti ÍF sunnudaginn 21. mars. Á Íslandsmótinu er keppt í boccia, lyftingum, frjálsum íþróttum, sundi, bogfimi og borðtennis. Útsending...

Uppröðun í deildir á Íslandsmótinu í boccia

Þá er uppröðun í deildir á Íslandsmóti ÍF í sveitakeppninni klár. Keppnin í boccia fer fram í Laugardalshöll dagana 20. og 21. mars. Formleg setning Íslandsmótsins fer fram í Laugardalshöll en dagskráin hefst kl. 10:00 með fararstjórafundi og dómarafundi. Strax...

Jóhann Rúnar á HM í borðtennis

Jóhann Rúnar Kristjánsson mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í borðtennis fatlaðra, sem fram fer í Suður-Kóreu í lok október á þessu ári. Honum barst tilkynning í morgun þess efnis að hann væri 15. maður inn á heimsmeistaramótið og því öruggur...

Erna keppir í stórsvigi í dag

Á eftir kl. 17:00 keppir Erna Friðriksdóttir í sinni annarri og síðustu grein á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Vancouver í Kanada. Að þessu sinni keppir Erna í stórsvigi en á sunnudag var hún dæmd úr leik eftir...

Keppni lokið hjá Ernu í Vancouver

Erna Friðriksdóttir hefur nú lokið þátttöku sinni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Vancouver, Kanada. Erna keppti í kvöld í stórsvigi og mátti sætta sig við að verða úr leik í seinni ferðinni. Í fyrri ferðinni kom Erna í mark á tímanum 2.00,62...

Erna dæmd úr leik í svigi

Erna Friðriksdóttir sem keppti í sitjandi flokki í svigi í gær á Vetrarólympíumóti fatlaðra var dæmd úr leik eftir svigkeppnina. Á fundi liðsstjóra eftir svigkeppnina í gærkvöldi var staðfest að tveir keppendur hefðu verið dæmdir úr leik fyrir að sleppa...

Breytt dagskrá hjá Ernu: Keppir kl. 17 í dag!

Af veðurfarslegum ástæðum hefur keppnisdagskráin hjá Ernu Friðriksdóttur breyst til muna á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Vancouver í Kanada. Erna sem keppa átti í alpagreinum dagana 19. og 21. mars mun stíga á stokk í dag kl....

Erna í 14. sæti fyrir seinni umferðina

Erna Friðriksdóttir hefur hafið keppni á Vetrarólympíumótinu í Vancouver en í dag kl. 17:00 fór hún í fyrri ferð sína í svigi. Alls voru 17 keppendur skráðir til leiks í svigi í sitjandi flokki, einn keppandi fór ekki í brautina...

Erna lauk keppni í 11. sæti

Þá er fyrstu keppnisgrein lokið hjá Ernu Friðriksdóttur á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Vancouver. Eins og þegar hefur komið fram var keppni hjá Ernu flýtt og tók hún þátt í svigi í dag. Erna skíðaði fyrri ferðina og kom þá inn...

Ísland boðið velkomið í Ólympíuþorpið

Síðastliðinn fimmtudag var íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í Vancouver með viðeigandi athöfn. Venjan er að þjóðirnar séu boðnar velkomnar í þorpin og yfirleitt nokkrar þjóðir í einu. Á fimmtudag var Ísland í hópi með Bosníu og Mexico við...

Alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í Whistler

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti var haldinn hátíðlegur í Whistler í Vancouver þann 8. mars síðastliðinn. Forseti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC), Sir. Phil Craven hélt ræðu þar sem hann hvatti til aukinnar þátttöku kvenna í íþróttastarfi fatlaðra. Craven kynnti...

Magma styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Magma á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um samstarf í tengslum við þátttöku Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Kanada. Mun Magma greiða götu Ólympíumótsliðs Íslands á ýmsa vegu í Vancouver fram yfir leikana. Fulltrúi ÍF...

Erna mætt til Vancouver og fer á æfingu í dag

Erna Friðriksdóttir og Scott Wayne Olson þjálfari NSCD, Winter Park komu í Ólympíuþorpið í Vancouver frá Bandaríkjunum síðastliðinn mánudag. Í gær var verið að skoða aðstæður og áætlað að Erna fari á sína fyrstu æfingu á keppnissvæðinu í dag. Ólympíuþorpið...

Vorboðinn ljúfi: Hekla kom færandi hendi

Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi í vikunni en klúbburinn hefur um árabil stutt dyggilega við bakið á starfsemi Íþróttasambandi fatlaðra. Það var formaður ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson, sem tók við fjárstyrk Heklu. Á myndinni eru frá vinstri Gísli Guðmundsson, Garðar Hinriksson...

Lokahófið á Hótel Sögu

Lokahóf Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Hótel Sögu sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Hljómsveitin Saga Klass mun leika fyrir dansi fram á miðnætti og veislustjóri verður enginn annar en stuðboltinn Gunnar Einar Steingrímsson sem gerði allt vitlaust á árshátíðinni í...

Skilafrestur til 10. mars

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram dagana 20. og 21. mars næstkomandi. Skilafrestur á skráningum er miðvikudagurinn 10. mars. Þegar hafa verið send út skráningargögn og upplýsingar um hvert beri að skila skráningum.

Jóhann Íslandsmeistari í 1. flokki annað árið í röð

Borðtenniskempan Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, varð um helgina Íslandsmeistari í 1. flokki óftalaðra í borðtennis en þetta er annað árið í röð sem hann landar þeim stóra. Jóhann fagnaði sigri í 1. flokki eftir 3-1 sigur á Hlöðveri Steina Hlöðverssyni...