Fréttir

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum og fótbolta

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir laugardaginn 25. september í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH. Í knattspyrnu eru keppendur á öllum aldri, blönduð lið karla og kvenna og...

Það fæðist enginn atvinnumaður!

Í tilefni af Heilsuviku hjá Reykjanesbæ 27. september - 3. október býður Heilsu- og uppeldisskóli Keilis uppá tvo fyrirlestra, annars vegar með Loga Geirssyni, handboltakappa og hins vegar með Klemenz Sæmundssyni, næringarfræðing og maraþonhlaupara. Fyrirlestrarnir verða haldnir hjá Keili á...

Íslandsmeistaramót Sólheima í Svarta Pétri

Íslandsmeistaramót Sólheima í Svarta Pétri verður haldið í tuttugasta skiptið laugardaginn 25. september. Mótið fer fram í Kaffihúsinu Grænu könnunni að venju og hefst með kennslu og upphitun klukkan 13:00. Mótið mun standa til ca.16:00. Íslandsmeistaramót 2010 1. sæti - Nafn þitt...

Íslensku keppendurnir klyfjaðir verðlaunapeningum í Póllandi

Allt hefur gengið vel hjá íslenska hópnum á Evrópuleikum Special Olympics í Póllandi og allir ljúka keppni í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson vakti athygli í lyftingum þar sem hann sigraði allar sínar greinar og hlaut verðlaun fyrir mesta samalagða þyngd.  Íslensku keppendurnir í...

Opnunarhátíð Evrópuleika Special Olympics

Opnunarhátið Evrópuleika Special Olympics fór fram á Legia leikvanginum í Varsjá sl. laugardag. Óhætt er að segja að íslenski hópurinn hafi skemmt sér vel enda um glæsilega hátíð að ræða. Eftir hefðbundin ræðuhöld og setningu var fáni leikanna dreginn að...

Brjáluð keyrsla í Slóveníu

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er nú staddur í viðamiklum æfingabúðum í Slóveníu ásamt félaga sínum og dyggum aðstoðarmanni Sigurði Kristni Sigurðssyni. Heimasíða ÍF náði stuttu tali af Jóhanni í gær á milli æfinga. ,,Þetta eru tveir og hálfur tími tvisvar sinnum...

Hópurinn búinn að koma sér vel fyrir í Póllandi

Íslenski hópurinn á Evrópuleikum Special Olympics í Póllandi var í gærdag í skoðunarferð í Varsjá. Móttaka var í ráðhúsinu í Wola, þar sem hópurinn býr fyrir leikana. Gengið var um gamla bæinn, keyrt um borgina og farið heimsókn í  safn...

Fótboltaæfingar fyrir fatlaða í Víkinni

Nú geta fatlaðir haft aðgang að fótboltaæfingum í Víkinni á sunnudögum. Markmiðið er að gefa fötluðum einstaklingum tækifæri til að æfa og keppa í fótbolta á sínum eigin forsendum undir leiðsögn fólks sem hefur reynslu af starfi með fötluðum. Æfingar...

Umsóknarfrestur í Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ að renna út

Næstkomandi föstudag, 17. september, rennur út umsóknarfrestur í Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Hægt er að senda umsóknir rafrænt á orvar@isi.is eða merktar Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublaðið má nálgast hér. Ljósmynd/ Sonja Sigurðardóttir...

Andlát: Aðalsteinn Friðjónsson og Ívar Örn Guðmundsson

Íþróttahreyfing fatlaðra er samhent hreyfing þar sem vinátta og áralöng tengsl myndast á milli fólks. Hver og einn félagi er hlekkur í heildarkeðjunni og stórt skarð myndast þegar kveðjustundin rennur upp. Síðasta vika var til vitnis um það hve lífið...

Evrópuleikar Special Olympics

Varsjá, Póllandi 18. – 23. september 2010 Íþróttasamband fatlaðra sendir fimmtán keppendur á leikana en þeir taka þátt í borðtennis, frjálsum íþróttum, keilu og lyftingum. Borðtennis; Sigurður A Sigurðsson, Soffía Rúna Jensdóttir og Guðmundur Hafsteinsson, ÍFR og  Sunna Jónsdóttir, Akri. Þjálfari...

Sigurborg afhenti hlaupafé: Team Össur á fleygiferð

Einn helsti styrktar- og samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra er stoðtækjafyrirtækið Össur. Á dögunum fór Reykjavíkurmaraþonið fram þar sem fjöldi starfsmanna Össurar hljóp til styrktar ÍF. Alls söfnuðu starfsmennirnir 399.500 kr. fyrir ÍF og var það framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF, Ólafur...

Áhugasamur hópur í Íþrótta- og ævintýrabúðum ÍF

Dagana 18.-20. ágúst síðastliðinn fóru fram Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni. Búðirnar voru fyrir hreyfihömluð/sjónskert ungmenni á aldrinum 12-16 ára og voru þær þátttakendum að kostnaðarlausu. Alls voru fimm ungmenni skráð til búðanna sem æfðu undir handleiðslu landsliðsþjálfara...

Norræna barna- og unglingamótið í Finnlandi 2011

Í ágúst á næsta ári fer Norræna barna- og unglingamótið fram í Finnlandi. Venju samkvæmt er mótið fyrir börn á aldrinum 12-16 ára og hefur Ísland ekki látið sitt eftir liggja enda eitt af fyrstu verkefnum ungra fatlaðra íþróttamanna á...

Starfsmenn Össurar hlupu til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra

Góð stemming myndaðist í Reykjavíkurmaraþoninu hjá starfsmönnum Össurar þegar þeir lögðu af stað í hlaupið. Um 70 starfsmenn skráðu sig til þátttöku þetta árið. Alls 14 starfsmenn tóku þátt í hálfmaraþoni, 39 í 10 km, 16 í skemmtiskokki og fjöldamargir...

Jóhann komst í 9.-12 manna úrslit í Köln

Borðtennisspilarinn Jóhann Rúnar Kristjánsson lék á Opna þýska meistaramótinu sem fram fór í Köln um síðastliðna helgi. Bestum árangri náði Jóhann í einliðaleiknum þar sem hann komst í 9-12 manna úrslit. Framundan eru sterkar æfingabúðir í Slóveníu og svo Heimsmeistaramótið...

London 2012: Tvö ár til stefnu

Nú eru aðeins tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra í London fer fram en undirbúningur fyrir bæði Ólympíuleikana og Ólympíumótið hefur staðið lengi yfir. Þúsundir sjálfboðaliða hafa þegar skráð sig til leiks og enn er verið að taka á móti...

Stefnumótunarfundur Nord-Hif í Danmörku

Helgina 27.-29. ágúst sátu fulltrúar ÍF stefnumótunarfund Nord-Hif (Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum), en Ísland fer með formennsku í samtökunum næstu þrjú árin. Markmið fundarins var að móta framtíðarstefnu samtakanna í áframhaldandi samstarfi Norðurlandaþjóðanna.  Á fundinum kom m.a. fram að allar...

Jóhann á opna þýska í Köln

Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtennismaður er nú staddur í Köln í Þýskalandi á opna þýska meistaramótinu. Með Jóhanni í för er Helgi Þór Gunnarsson landsliðsþjálfari ÍF í borðtennis. Jóhann og Helgi undirbúa sig nú af kappi fyrir Heimsmeistaramótið í borðtennis sem fram...

Námskeið í sitjandi blaki

Helgina 3.-5. september mun Blaksamband Íslands standa fyrir veglegri blakhelgi. Í boði verða afreksbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára, U19 ára landsliðin koma saman til æfinga og haldin verður stór þjálfararáðstefna. Fyrirhugað er að vera með sérnámskeið fyrir íþróttakennara...