Fréttir
Vetrarólympíumót fatlaðra 12. – 21. mars 2010 í Vancouver
Í fyrsta skipti í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi mun ÍF eiga keppanda í alpagreinum á Vetrarólympíumóti fatlaðra. Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum hefur náð lágmörkum á leikana og mun keppa í svigi og stórsvigi. Hún hóf skíðaferil sinn...
Námskeiðið í Hlíðarfjalli gekk mjög vel
Námskeiðið í Hlíðarfjalli á vegum Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD Winter Park Colorado gekk mjög vel. Dagskrá var frá föstudegi til sunnudags og allir skemmtu sér mjög vel, jafnt þátttakendur sem aðstoðarfólk. Beth Fox stýrði verkefnum aðstoðarfólks og John...
Aðalfundur Aspar 9. maí
Þann 9. maí næstkomandi heldur Íþróttafélagið Ösp aðalfund sinn í Laugardalshöll. Af því tilefni mun Öspin einnig standa að vorhátíð því í ár fagnar félagið 30 ára afmæli sínu.
Æfingabúðir sundnefndar ÍF 20.-21. febrúar
Æfingabúðir verða fyrir þá einstaklinga sem hafa náð lágmörkum sem sundnefnd ÍF hefur sett fyrir árið 2010. Búðirnar fara fram í innilauginni í Laugardal dagana 20. og 21. febrúar n.k.. Lágmörkum þarf að ná á viðurkenndum sundmótum (löglegum mótum, SSÍ eða...
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ í fullum gangi
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ var sett á mikilli opnunarhátíð í Skautahöllinni á Akureyri þann 6. febrúar síðastliðinn. Hátíðin sem stendur yfir til 21. mars hófst með skrúðgöngu, inn á svellið þar sem í voru auk fólks, hestar, vélhjól, snjósleðar og forláta bifreið. Ávörp...
Tímaseðill Íslandsmóts ÍF 2010
Íslandsmót ÍF í bogfimi, frjálsum, lyftingum, boccia, borðtennis og sundi fer fram dagana 20.-21. mars næstkomandi. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu en aðrar greinar fara fram í...
Skíðanámskeið fyrir hreyfihamlaða í Hliðarfjalli 12.–14. febrúar
Skíðanámskeið er haldið í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD, ( National Sport Center for disabled) Winter Park Colorado. Námskeiðið sem er fullbókað hefst föstudaginn 12. Febrúar kl. 13.00 og lýkur sunnudaginn 14. Febrúar kl. 16.00 Leiðbeinendur eru Beth Fox,...
Ellefu íþróttamenn fengu úthlutað frá ÍSÍ
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti fyrir skemmstu tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2010. Þá samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einnig úthlutun styrkja úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Að þessu sinni voru ellefu íþróttamenn með...
Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR
Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi. Evrópusamtök Special Olympics...
Jóhann Rúnar er Suðurnesjamaður ársins 2009
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson var á dögunum útnefndur Suðurnesjamaður ársins 2009 af Víkurfréttum, elsta og mest lesna miðli Suðurnesjamanna. Í inngangi viðtalsins við Jóhann segir m.a: Jóhann hefur tekið þátt í baráttu fatlaðra á margvíslegan hátt og vakið athygli á...
Hjörtur Már Ingvarsson Íþróttamaður Ölfus 2009
Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson frá Þorlákshöfn var á dögunum útnefndur Íþróttamaður Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2009. Á heimasíðu Ölfus segir: Hjörtur hefur staðið sig afskaplega vel í sundinu á liðnu ári. Hann náði þeim merka áfanga að vera valinn í landslið...
Video: Svipmyndir frá Nýárssundmótinu
Nú er hægt að nálgast svipmyndir frá Nýárssundmóti ÍF sem fram fór í innilauginni í Laugardal sunnudaginn 10. janúar síðastliðinn. Myndbandið er að finna inni á Youtube-síðu ÍF með því að smella hér.
Pálmi sýndi Audda réttu tökin
Í síðustu viku mættust kapparnir Auðunn Blöndal og Pálmi Guðlaugsson í sundlauginni en sú viðureign var hluti af sjónvarpsþætti þeirra Audda og Sveppa sem er á dagskrá Stöð 2 alla föstudaga. Auddi og Sveppi kepptu í hinum ýmsu íþróttum sem...
Tíu Íslandsmet á RIG
Reykjavík International Games fóru fram um helgina þar sem tíu Íslandsmet féllu í sundi fatlaðra. Hjörtur Már Ingvarsson bætti fjögur Íslandsmet sem fyrir voru einnig í hans eigu en tímana var hann að bæta frá því hann synti glæsilega á...
7 Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi RIG
Í gærdag hófst keppni í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games í innilauginni í Laugardal. Óhætt er að segja að íslensku sundmennirnir hafi verið í góðum gír þar sem alls 7 Íslandsmet féllu á þessum fyrsta keppnisdegi. Hinn ungi og efnilegi...
Armböndin tilbúin til afhendingar
Fyrir þá sundmenn úr röðum fatlaðra sem keppa á RIG mótinu um helgina upplýsist það að armböndin eru tilbúin til afhendingar. Armböndin gilda sem aðgöngumiðar á aðra íþróttaviðburði sem tengjast RIG leikunum sem og á diskótekið með Páli Óskari á...
Lokahátíð RIG – miðar á hátíðina
Lokahátíð Reykjavík International Games verður haldin á Broadway, sunnudaginn 17. janúar. Hátíðin byrjar með sameiginlegu hlaðborði klukkan 19:00 þar sem matseðillinn verður eftirfarandi:- Wagamas hlaðborð- Ávaxtaís með blönduðum sælkerakökum og blandaðri berjasósu Eftir matinn verður verðlaunaafhending þar sem verðlaun mótsins verða...
Myndasafn og fréttir af Nýárssundmótinu
Nú er hægt að nálgast myndasafn frá Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðara inni á myndasíðu sambandsins eða með því að smella á eftirfarandi tengil: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=168867 Hér gefur einnig að líta fréttir sem RÚV og Morgunblaðið færðu frá mótinu: RÚV:http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497868/2010/01/10/13/ Morgunblaðið:http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2010/01/10/vilhelm_tok_vid_sjomannabikarnum/
Vilhelm handhafi Sjómannabikarsins árið 2010
Vilhelm Hafþórsson er handhafi Sjómannabikarsins árið 2010 en nú fyrir skemmstu lauk Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra í innilauginni í Laugardal. Tæplega 90 krakkar á aldrinum 17 ára og yngri tóku þátt í mótinu en þau komu frá níu aðildarfélögum ÍF. Fjölmörg glæsileg...
Jón Margeir í hóp helsta afreksfólks Kópavogs
Síðastliðið þriðjudagskvöld fékk sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson (Ösp/Sunddeild Fjölnis) sérstaka viðurkenningu á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum. Jón Margeir fékk viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri íþróttamanna ásamt því að fá styrk úr Afrekssjóði ÍTK, Íþrótta- og tómstundaráði...