Fréttir
Samúðarkveðjur frá Special Olympics í Evrópu til pólsku þjóðarinnar
Mary Davis, framkvæmdastjóri Special Olympics í Evrópu fór á fund sendiherra Póllands í Írlandi þar sem hún f.h. Special Olympics í Evrópu vottaði pólsku þjóðin samúð vegna hins hörmulega flugslyss sem varð í Rússlandi. Pólsku forsetahjónin voru mjög velviljuð starfi...
ÍF kynnti boccia og blindrabolta í Garðaskóla
Í vikunni var Íþróttasamband fatlaðra með kynningu á boccia og blindrabolta fyrir nemendur 9. bekkjar í Garðaskóla. Á myndinni sjást nemendur spreyta sig í þessum greinum. Nemendur prófuðu einnig að ganga og hlaupa með bundið fyrir augu, þar sem treysta þurfti...
Tvennukort Olís og ÓB
Olís og ÓB bjóða félagsmönnum aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra Tvennukort Olís og ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort heldur þarf einungis...
Að brjótast í gegnum takmarkanir
Kynning á sjálfstyrkingarnámskeiðifyrir hreyfihamlaðar stúlkur sem haldið var haustið 2009. Í stofu 202 á Háskólatorgi, föstudaginn 16. apríl 2010, kl. 13:00 • Skipuleggjendur námskeiðsins verða með almenna umfjöllun um námskeiðið• Stuttmynd um námskeiðið sýnd• Tveir þátttakendur segja frá upplifun sinni af námskeiðinu• Foreldrar segja álit sitt...
Erna fékk úthlutað úr Afrekskvennasjóði
Í gær var úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ og að þessu sinni voru 5 íþróttakonur og íþróttakvennahópar sem hlutu styrk, alls þrjár milljónir króna. Erna Friðriksdóttir, 22 ára skíðakona frá Egilsstöðum, fékk 250.000 krónur vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti...
Góðir gestir frá Magma í Laugardalnum
Nýlega heimsóttu fulltrúar Magma Energy Corp höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sem kunnugt er var Magma Energy var einn af styrktaraðilum Íþrótta- og Ólympíusambandsins sem og Íþróttasambands fatlaðra fyrir Vetrarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í vetraríþróttum sem nýverið fóru fram í...
Íslandsbanki aðal styrktaraðili Special Olympics á Íslandi
Á dögunum undirrituðu Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði aðal styrktaraðili samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Íþróttasambands fatlaðra. Íslandsbanki og forverar hans...
Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2010
Hinar árlegu Sumarbúðir ÍF verða haldnar að venju á Laugarvatni næsta sumar. Eins og áður verður boðið upp á tvö vikunámskeið, það fyrra vikuna 18. -25. júní og hið síðara vikuna 25. júní-2. júlí. Verð fyrir vikudvöl á Laugarvatni er kr....
Olís styrkir NM í boccia
Olíuverslun Íslands hf – Olís hefur endurnýjað styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra. Að þessu sinni er um að ræða beinan fjárstuðning vegna þátttöku Íslands í Norðurlandamóti fatlaðra í boccia sem fram fer í Fredricia í Danmörku í maímánuði n.k. ...
Móttaka hjá Íslendingafélaginu í Vancouver
Í tengslum við Vetrarólympíumót fatlaðra sem fram fór í Vancouver fyrr í þessum mánuði var íslensku þátttakendunum boðið til móttöku hjá Íslendingafélaginu í Vancouver en forseti félagsins er Kristjana Helgason. Um 40 manns, Vesturíslendingar og aðrir, mættu í Íslendingahúsið i...
Vetrarólympíumóti fatlaðra lokið
Vetrarólympíumóti fatlaðra lauk formlega með glæsilegri skemmtun og flugeldasýningu á “Verðaunatorginu” í Whisler sunnudaginn 21. mars síðastliðinn. Þúsundir manna voru samankomin á torginu til að fylgjast með skemmtuninni sem einkenndist af miklu fjöri með skýrskotun til stolts Kanadamanna af landi...
Úrslit á Íslandsmótinu í sveitakeppni í boccia
Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og venju samkvæmt var þátttakan afar góð. Sveit ÍFR C sigraði í 1. deild en þetta er annað árið í röð sem ÍFR vinnur 1. deildina. Heildarúrslit...
Myndasafn: Íslandsmótið 2010
Ljósmyndarinn Sölvi Logason var iðinn við kolann þessa helgina á Íslandsmóti ÍF og tók hann margar skemmtilegar myndir á mótinu sem nú má nálgast á myndasíðu ÍF. Þá minnum við einnig á fleiri myndir úr starfinu á www.123.is/if
Úrslit á Íslandsmótinu í lyftingum
Íslandsmót ÍF í lyftingum fór fram síðastliðinn sunnudag í bíósal frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal þar sem níu keppendur voru skráðir til leiks en átta mættu til keppni. Daníel Unnar Vignisson varð Íslandsmeistari í flokki þroskahamlaðra þar sem hann lyfti samtals 570 kílóum...
Úrslit á Íslandsmótinu í sundi
Íslandsmót ÍF í sundi í 50m. laug fór fram um síðustu helgi en keppt var í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hátt í 80 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu þar sem alls 16 Íslandsmet féllu. Íslandsmetin í sundi um síðustu helgi: Íslandsmót...
Úrslit á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum
Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal síðastliðinn sunnudag. Þátttaka var með besta móti en keppt var í 60m. hlaupi, 200m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og hástökki. Heilarúrslit mótsins má sjá hér Ljósmynd/ Sölvi Logason: Þessir ungu kappar,...
Úrslit á Íslandsmótinu í borðtennis
Um helgina fór Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram og keppni í borðtennis fór fram í TBR húsinu. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, kom sá og sigraði og nældi sér í þrjá Íslandsmeistaratitla. Í tvíliðaleik, opnum flokki og í sitjandi flokki. Í tvíliðaleiknum voru...
Úrslit á Íslandsmótinu í bogfimi
Íslandsmót ÍF í bogfimi fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt var bæði laugardag og sunnudag þar sem þrjú met féllu. Í Recurve flokki karla var sett nýtt met 1.087 stig og það gerði Guðmundur Smári Gunnarsson. Þá...
Útsending fellur niður!
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður fyrirhuguð útsending frá Íslandsmóti fatlaðra á netútsendingastöðinni Sport TV. Til stóð að senda út frá mótinu í dag sunnudaginn 21. mars frá keppni í boccia, lyftingum og frjálsum íþróttum. Ástæða þess að ekki tekst að sýna...
Fjörið hafið á Íslandsmóti ÍF
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra hófst í morgun og var mótið sett formlega í aðalsal Laugardalshallar af Camillu Th. Hallgrímsson varaformanni ÍF. Keppni er þegar hafin í bogfimi, boccia og borðtennis en síðar í dag eða kl. 15 hefst keppni í sundi...