Fréttir

Minningarmót um Hörð Barðdal

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi munu standa að púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 13. júlí næstkomandi kl. 18:00. Hörður var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna...

Heildarúrslit: Opna Þýska meistaramótið

Alls voru 14 íslenskir sundmenn sem tóku þátt í opna þýska meistaramótinu í sundi um síðustu helgi. Hér að neðan gefur að líta heildarúrslit mótsins hjá íslenska hópnum en níu gullverðlaun féllu Íslandi í hlut að þessu sinni enda efnilegur...

Arion banki áfram einn af bakhjörlum Íþróttasambands fatlaðra

Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra undirrituðu samstarfssamning í dag, 23. júní, sem felur í sér að Arion banki verður einn af aðalbakhjörlum sambandsins. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra skrifuðu undir styrktarsamninginn í...

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn í dag

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, 23. júní. Þennan dag árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Þetta er því sérstakur dagur í sögu íþrótta og er markmiðið að bjóða fólki að koma saman, hreyfa sig, læra nýjar...

Golfæfingar í Hraunkoti á þriðjudögum í sumar

Í sumar mun Golfsamband fatlaðra á Íslandi bjóða upp á golfæingar í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Æfingarnar verða á þriðjudögum á milli kl. 17:00-19:00 fyrir alla fötlunarhópa. Jóhann Hjaltason verður kennari við æfingarnar og stefnt er á að skipta...

Úrslit á Opna þýska í sundi: Laugardagurinn 19. júní

Fleiri verðlaun féllu íslenska hópnum í skaut í Þýskalandi um helgina. Landsliðsþjálfararnir Kristín Guðmundsdóttir og Helena Hrund Ingimundardóttir hafa tekið saman öll úrslit frá laugardeginum. Laugardagur 19. Júní                     Undanrásir 100 skriðBjarndís Sara Breiðfjörð  S7                         2:03,02 Anna Kristín Jensdóttir  S6                           2:21,48Thelma Björg...

Opna þýska meistaramótið: Verðlaun og met í stríðum straumi

Þrjú Íslandsmet hafa fallið hjá íslensku sundmönnunum sem nú keppa á opna þýska meistaramótinu. Alls fóru fjórtán sundmenn frá Íslandi til Þýskalands og hér að neðan má sjá öll helstu afrekin sem hópurinn hefur unnið hingað til. Fimmtudagur 17. Júní...

14 sundmenn á Opna þýska

Dagana 17.-20. júní fer fram opna þýska meistaramótið í sundi og mun Ísland tefla fram 14 sundmönnum á mótinu. Margir sundmannanna freista þess að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í sundi sem fram fer í Hollandi í ágústmánuði. Íslenski hópurinn hélt...

Sumarhátíð CP félagsins

Hin árlega sumarhátíð CP félagsins á Íslandi verður haldin verður í Reykholti í Biskupstungum helgina 2. júlí - 4. júlí næstkomandi. Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi. Þeir sem ekki vilja gista geta keyrt á staðinn að...

Þrjú Íslandsmet á Akureyri

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram á Akureyri um síðustu helgi þar sem sveit Fjarðar hafði öruggan sigur á mótinu. Þetta var þriðja árið í röð sem Fjörður vinnur bikarinn en á sjálfan mótsdaginn féllu þrjú Íslandsmet í 25m....

Fjörður bikarmeistari þriðja árið í röð

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra var rétt í þessu að ljúka í blíðskaparviðri á Akureyri. Liðsmenn Fjarðar frá Hafnarfirði höfðu öruggan sigur á mótinu og hafa því unnið bikarinn þrjú ár í röð, glæsilegur árangur en Fjarðarliðar rökuðu inn 12299 stigum á...

60 keppendur á bikarmóti ÍF

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram á Akureyri á morgun, þann 12. júní. Upphitun hefst kl. 11:00 í Akureyrarlaug og mótið sjálft hefst kl. 12:00.Fjörður á titil að verja en félagið vann mótið fyrir Norðan í fyrra. Að þessu sinni...

Myndasafn: Íslandmót ÍF í frjálsum utanhúss

Nú má finna myndasafn frá Íslandsmóti ÍF í frjálsum Íþróttum inni á myndasíðu ÍF en mótið fór fram á Laugardalsvelli þann 5. júní síðastliðinn. Alls voru 44 keppendur skráðir til leiks frá 12 félögum. Smellið hér til að sjá myndasafnið Ljósmynd/ Akureyringurinn...

Suðrasystur komu færandi hendi á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. júní. Alls voru 44 keppendur skráðir til leiks frá 12 félögum. Að frátalinni svifryksmengun voru aðstæður góðar við mótið en sökum mengunarinnar var ákveðið að fella niður lengstu...

Öspin í góðu yfirlæti á Gíbraltar

Þessa dagana er myndarleg sveit frá Íþróttafélaginu Ösp stödd á Gíbraltar þar sem afmælismót Special Olympics á Gíbraltar fer fram. Sverrir Gíslason, einn leiðangursmanna, sendi okkur þessa mynd af hópi Aspar en hópurinn keppir m.a. í knattspyrnu, sundi og frjálsum á...

Fjölgun milli ára á Íslandsmótinu í frjálsum

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er ráðgert að því ljúki um kl. 14:00. Keppt verður í 100, 200 og 400 m. hlaupi, langstökki með atrennu,...

Fundur um málefni Golfsamtaka Fatlaðra

N.k. miðvikudag 2. Júní kl.17:00 verður fundur á skrifstofu GSÍ um málefni Golfsamtaka Fatlaðra þar sem undirbúinn verður aðalfundur samtakanna og rætt um starfið í sumar. Áhugasamir eru hvattir til mæta á fundinn.

Eitt gull og tvö brons í Hollandi

Þau Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir eru væntanleg aftur til Íslands í dag með gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í farteskinu frá opna hollenska mótinu í frjálsum íþróttum. Mótið fór fram í Emmen í Hollandi um síðastliðna helgi og...

Íslenski hópurinn klár í slaginn í Hollandi

Íslenski hópurinn er lentur og búinn að koma sér vel fyrir í Emmen í Hollandi þar sem opna hollenska mótið í frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Hópurinn fór í morgun í heimsókn á keppnisvöllinn og skoðaði aðstæður. Tveir keppendur frá...

Ingeborg og Baldur á opna hollenska

Frjálsíþróttafólkið Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Baldur Ævar Baldursson halda til Hollands á morgun þar sem þau munu taka þátt í opna hollenska frjálsíþróttamótinu fyrir Íslands hönd. Mótið fer fram í Emmen í Hollandi sem er í um það bil 200 km. fjarlægð...