Fréttir

Andlát: Einar Trausti Sveinsson

Frjálsíþróttamaðurinn Einar Trausti Sveinsson er fallinn frá aðeins 29 ára að aldri. Einar Trausti skipaði hóp vaskra ungra frjálsíþróttamanna sem gerðu garðinn frægan í kringum aldamótin síðustu. Sín fyrstu spor í þátttöku á alþjóðavettvangi steig Einar Trausti, líkt og allir...

Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli: Gleði og ánægja á Akureyri

Helgina 18. – 20. febrúar var haldið skíðanámskeið fyrir fötluð börn og ungmenni í Hlíðarfjalli. Námskeiðið var samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, Hlíðarfjalls og NSCD, (National Sport Center for disabled) Winter Park Colorado.   Þátttakendur  voru einhverf börn, börn með sjónskerðingu...

Íslandsmót ÍF: Keppni í frjálsum fer fram 10. apríl

Helgina 25.-27. mars n.k. fer Íslandsmót ÍF fram í Hafnarfirði. Af óviðráðanlegum orsökum fellur keppni niður í frjálsum íþróttum og hefur keppni í frjálsum fengið nýja dagsetningu, sunnudaginn 10. aprí. Keppni í frjálsum fer þá fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann...

Fatlaðir sundmenn settu 12 Íslandsmet á Gullmóti KR

Fatlaðir sundmenn tóku þátt í Gullmóti KR um síðastliðna helgi og lönduðu 12 Íslandsmeistaratitlum. Gullmót KR var haldið helgina 11.-13.febrúar og var eitt af skráðum lágmarkamótum IPC. Umgjörðinn var frábær og öll sundlaugaumgjörðin var til fyrirmyndar. Fyrst til þess að setja...

Opinn fyrirlestur: Að læra og þjálfa í sýndarveruleika

Félag CP á Íslandi og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins bjóða til fyrirlestrar miðvikudaginn 9. febrúar, kl. 16:30 á Grand hótel Reykjavík. Fyrirlesturinn er öllum opinn og heitir: „FROM NEUROPLASTICITY TO PRACTICE APPLICATION- Introducing a web based individualized training and learning system” „Að...

12 Íslandsmet á Reykjavíkurmeistaramótinu um síðustu helgi

Reykjavíkurmeistaramótið í sundi fór fram í innilauginni í Laugardal um síðustu helgi. Keppt var í 25m. laug þar sem alls 12 Íslandsmet úr röðum fatlaðra féllu en bæði fatlaðir sem og ófatlaðir kepptu á mótinu. Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður hjá...

ÍF og 66° Norður saman til 2012

Íþróttasamband fatlaðra og 66° Norður endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sín á milli sem gildir til ársins 2012. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF sagði við tækifærið að ánægja væri á meðal íþróttahreyfingar fatlaðra að hafa 66° Norður sem einn...

AIPS heiðrar Erling Jóhannsson

Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, heiðruðu í gær á hátíðarsamkomu í Lausanne í Sviss Erling Jóhannsson, sundþjálfara fatlaðra, sem lést í nóvember síðastliðnum. Hann var einn þriggja sem hlutu Power of Sport Award sem veitt voru í fyrsta sinn um leið og...

Hörður býður upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Reiðnámskeiðið er í samstarfi við Hestamennt ehf. og er 5 vikna námskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Eftirfarandi námskeið eru í boði: Námskeið 1 : 14....

Skíðanámskeið ÍF, VMÍ og Hlíðarfjalls í samstarfi við Winter Park, Colorado

Hlíðarfjalli, Akureyri 18. - 20. febrúar  og 4. – 6. mars 2011 Dagskrá föstudagKl. 12:30: Mæting í Hlíðarfjall, kynning og farið yfir helstu atriði með einstaklingum Dagskrá laugardag og sunnudagVerklegar æfingar, ráðgjöf og fræðsla.  Fundur í lok námskeiða  kl. 15.30 – 1600...

Pistorius byrjar með látum í Christchurch

Andlit Össurar, hlaupagarpurinn Oscar Pistorius, byrjar með látum á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Um helgina keppti Oscar í 200m hlaupi í flokki T44 og vann þar örugglega til gullverðlauna. Oscar hljóp á...

Dómaranámskeið í sundi

Bóklegt dómaranámskeið í sundi verður haldið þriðjudaginn 25.janúar 2011 kl.18-22 í sal á efri hæð í Laugardalslaug (hægra megin við afgreisluna). Verklegt námskeið verður á Reykjavíkurmeistaramótinu föstudaginn 28. janúar (seinnipart)/laugardagsmorgun 29.janúar. Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga. Skráningar þurfa að...

ÍSÍ úthlutaði rúmum 56 milljónum til afreksstarfs

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í dag tillögur Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi íþróttamanna fyrir árið 2011. Fjórir íþróttamenn úr röðum fatlaðra hlutu C-styrk úr Afrekssjóði. Baldur Ævar Baldursson – frjálsar – C styrkur 480.000Eyþór Þrastarson – sund...

Sjö Íslandsmet á öðrum keppnisdegi RIG

Í gær fór fram annar keppnisdagur í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games. Alls lágu fimm Íslandsmet í valnum að þessu sinni og Thelma B. Björnsdóttir setti tvö þeirra og hefur því á tveimur fyrstu keppnisdögunum sett alls fimm Íslandsmet. Metin...

RIG lokið: 19 Íslandsmet lágu í valnum

Reykjavík International Games fóru fram dagana 13.-16. janúar og í sundkeppni fatlaðra féllu alls 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í dag, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet. 6 Íslandsmet...

Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi RIG

Reykjavík International Games hófust á föstudag og í sundhluta fatlaðra féllu sex Íslandsmet á þessum fyrsta keppnisdegi. Pálmi Guðlaugsson var að vonum sáttur eftir þennan fyrsta keppnisdag en hann bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Bjarka Birgissonar í 100m. flugsundi í...

Tölvupóstur liggur niðri

Bilun er í tölvukerfi íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Meðal annars er bilun í tölvupóstþjóni og berast tölvupóstar því ekki eins og er. ÍF fær því ekki tölvupóst. Biðjumst við velvirðingar á þessu en viðgerð stendur yfir. ojjon@hotmail.com er varanetfang á meðan bilun stendur yfir. 

Fræðsluerindi um afreksmál

Í tilefni af Reykjavíkurleikum þá bjóða Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur íþróttafólki og öðrum áhugasömum að hlýða á fjölbreytt fræðsluerindi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardalnum. Dagskrá:Miðvikudagurinn 12. janúar Kl. 17:00 Samskipti íþróttahreyfingarinnar við fjölmiðla Arnar Björnsson fjölmiðlamaður hjá Stöð 2 Kl....

Myndasafn: Fjórði Sjómannabikar Fjarðar

Í gær landaði Kolbrún Alda Stefánsdóttir Sjómannabikarnum í fjórða sinn fyrir hönd Íþróttafélagsins Fjarðar þegar Nýárssundmót barna og unglinga fór fram í innilauginni í Laugardal. Þó Fjörður hafi unnið Sjómannabikarinn alls fjórum sinnum hafa aðeins þrír sundmenn komið nafni sínu...

Nýársmót ÍF við það að hefjast í Laugardal

Nú er um það bil hálftími þangað til Nýárssundmót ÍF hefst í innilauginni í Laugardal. Að þessu sinni er um met þátttöku að ræða þar sem um 100 sundkrakkar 17 ára og yngri eru mætt til leiks. Heiðursgetur mótsins er herra...