Fréttir

Styrktartónleikar Hjálma og Valdimars fram úr björtustu vonum

Föstudaginn 15. apríl stóðu Hjálmar fyrir fyrir styrktartónleikum vegna ferðar íslenskra keppenda á aþjóðaleika Special Olympics í Aþenu í júní. Sérstakur gestur var hljómsveitin Valdimar.  Helgi Magnússon, keppandi í fimleikum var hvatamaður að tónleikunum en hann hringdi í frænda sinn,...

Um tuttugu ungmenni skemmtu sér við Æskubúðir ÍF og Össurar

Tæplega tuttugu ungmenni mættu við Æskubúðir ÍF og Össurar í dag en verkefnið fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Foreldrar og systkini fjölmenntu einnig við búðirnar þar sem Kári Jónsson landsliðsþjálfari Íþróttasambands fatlaðra leiddi hópinn í gegnum helstu greinar frjálsíþróttanna. Æskubúðirnar...

Íslandsbanki aðal styrktaraðili Special Olympics á Íslandi

Í vikunni undirrituðu Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði einn af aðal styrktaraðilum samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Special Olympics á Íslandi.  Íslandsbanki...

Krakkafjör í höllinni

Laugardaginn þann 16. apríl næstkomandi munu Íþróttasamband fatlaðra og Össur standa að Æskubúðum Össurar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal milli kl. 09.00-11.00. Búðirnar eru ætlaðar ungmennum sem notast við stoð- og stuðningstæki og er ætlunin að kynna frjálsar íþróttir fyrir krökkunum...

Hjálmar á Nasa til styrktar Special Olympics

Föstudaginn 15. apríl næstkomandi munu Hjálpar standa fyrir styrktartónleikum vegna ferðar íslenskra keppenda á aþjóðaleika Special Olympics í Aþenu í júní. Sérstakur gestur er hljómsveitin Valdimar. Húsið opnar kl 21.00 og tónleikarnir hefjast kl 22.00. Miðaverð er krónur 1.500 og...

Ályktun frá 15. Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra

Fimmtánda Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Hótel Selfossi laugardaginn 2. apríl síðastliðinn. Þingfulltrúar samþykktu samhljóða og sendu frá sér eftirfarandi ályktun:  Ályktun þingsins:15. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra haldið á Hótel Selfossi 2. apríl 2011 lýsir áhyggjum sínum vegna hugmynda um að...

15. Sambandsþing ÍF sett á Hótel Selfossi

Í morgun hófst 15. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra á Hótel Selfossi í sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF setti þingið og í kjölfarið tóku til máls Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri Árborgar, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Hörður Oddfríðarson SSÍ...

Sveinn Áki endurkjörinn: Þórður Árni nýr varaformaður ÍF

Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra var að ljúka rétt í þessu á Hótel Selfossi þar sem Þórður Árni Hjaltested var kjörinn varaformaður ÍF kjörtímabilið 2011-2013. Fráfarandi varaformaður Camilla Th. Hallgrímsson gaf ekki kost á sér í endurkjöri. Mótframbjóðandi Þórðar í varaformannsembættið var...

Skrifstofa ÍF lokuð vegna jarðarfarar

Skrifstofa ÍF verður lokuð frá kl. 13:00 í dag vegna jarðarfarar Sigurðar Magnússonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ og fyrsta formanns ÍF. Sigurður verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin  kl. 15:00 í dag.

Vignir jafnaði Íslandsmetið í samanlögðu og setti nýtt í bekkpressu

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í lyftingum fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem Vignir Þ. Unnsteinsson lyftingamaður hjá ÍFR fór mikinn. Vignir jafnaði met Daníels Unnars Vignissonar í samanlögðu og setti svo nýtt Íslandsmet í -125 kg. flokki. Vignir...

Andlát: Sigurður Magnússon

Sigurður Magnússon, fyrsti formaður Íþróttasambands fatlaðra, er látinn 82 ára að aldri.Sigurður var einn af frumkvöðlum íþrótta fatlaðra hér á landi og á engan hallað að kalla hann guðföður íþrótta fatlaðra á Íslandi. Í sögu hreyfingarinnar á Íslandi leikur Sigurður...

Hákon Atli þrefaldur Íslandsmeistari um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Kaplakrika um helgina. Aðeins var keppt á laugardeginum þar sem Hákon Atli Bjarkason fór mikinn og varð þrefaldur Íslandsmeistari. Sigurvegarar á mótinu: Tvíliðaleikur1. Hákon Atli Bjarkason/Tómas Björnsson, ÍFR/ÍFR Kvennaflokkur1. Sigurrós Karlsdóttir , Akur Standandi flokkur...

Þrettán Íslandsmet í Ásvallalaug um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug í Hafnafirði um helgina. Alls félltu 13 Íslandsmet að þessu sinni þar sem þau Ragney Líf Stefánsdóttir frá Ívari og Jón Margeir Sverrisson frá Ösp/Fjölni settu samtals átta Íslandsmet. Laugardagur 26. mars: Pálmi...

ÍFR Íslandsmeistari í 1. deild þriðja árið í röð

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðar í boccia fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Sveit ÍFR C hafði sigur í 1. deild og er þetta þriðja árið í röð sem ÍFR vinnur 1. deildina. Sveitina skipuðu þeir Hjalti Bergmann Eiðsson, Haukur...

Íslandsmót ÍF hafið í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra er hafið í Hafnarfirði en keppt verður í fimm greinum þessa helgina. Keppnisgreinarnar eru boccia, sund, lyftingar, borðtennis og bogfimi en mótið var sett að Ásvöllum nú fyrir stundu þar sem Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar bauð...

Jóhann mættur á Opna ítalska í Lignano

Jóhann Rúnar Kristjánsson er kominn út til Lignano á Ítalíu til þess að taka þátt í Opna ítalska meistaramótinu. Mótið er liður í undirbúningi Jóhanns hvar hann freistar þess að vinna sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í London á næsta...

Haukar TV sýna beint frá Íslandsmóti ÍF í boccia

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fara fram um helgina í Hafnarfirði. Keppt er í boccia, sundi, borðtennis, bogfimi og lyftingum en keppni í frjálsum íþróttum fer fram sunnudaginn 10. apríl næstkomandi. Keppni í boccia um helgina fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og...

Sumarbúðir ÍF 2011: Skráning hafin

Skráning er hafin í Sumarbúðir ÍF 2011 á Laugarvatni. Hér vinstra megin á forsíðunni má nálgast ítarupplýsingar um búðirnar sem og skráningarform sem skila ber á skrifstofu ÍF fyrir 15. apríl næstkomandi. Munið að vera tímanlega. Tvær vikur eru í boði...

Dagskrá Íslandsmóts ÍF 25.-27. mars 2011 í Hafnarfirði

Keppnisgreinar:Boccia, sund, lyftingar, borðtennis og bogfimi Boccia:  ÁsvellirSund:   ÁsvallalaugLyftingar:  ÁsvallalaugBorðtennis:  Kaplakriki - aðalsalurBogfimi:  Íþróttahúsið við Strandgötu Haukar TV munu sýna beint á netinu frá keppni í boccia á Íslandsmótinu en nánari upplýsingar um netútsendinguna koma síðar. Tímaskrá: Boccia – ÁsvellirLaugardagur 26. mars: 11:00 – 20:00...