Fréttir
Brons hjá Haraldi og Sigurjón í fjórða
Kapparnir Sigurjón Sigtryggsson og Haraldur Þórarinsson kepptu í 400m. hlaupi á Alþjóðaleikum Special Olympics í dag. Sigurjón keppti í flokki M04 og hafnaði í 4. sæti og Haraldur í flokki M13 og landaði þar bronsverðlaunum. Sigurjón hljóp á tímanum 1.02,10mín. og...
Andlát: Arnór Pétursson
Enn er höggvið skarð í hóp frumkvöðla íþrótta fatlaðra hér á landi en fallinn er frá Arnór Pétursson á 62 aldursári. Arnór, sem lamaðist í bílslysi rúmlega tvítugur að aldri, lét fötlun sína aldrei hamla sér í neinu sem hann...
Ísland leikur til úrslita gegn Svartfellingum: Fyrirliðinn blóðgaður
Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi. Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1. Íslenska liðið hefur því unnið alla...
Óeirðirnar fjarri keppendum og keppnisstöðum
Grikkir mótmæla nú hástöfum í höfuðborginni Aþenu. Í gær og í dag hafa almenningssamgöngur legið niðri í höfuðborginni en mótmælin og pústrarnir millum lögreglu og mótmælenda eru víðsfjarri bæði keppendum og keppnisstöðum á Alþjóðaleikum Special Olympics sem standa nú yfir...
Þvælingur á Emilíu í dag
Emelía Arnþórsdóttir hóf keppni í Bocce í dag á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Í bocce eru fjórar trékúlur og ein hvít kúla. Trékúlurnar eru umtalsvert þyngri en þær sem notaðar eru í boccia á Íslandi og hver spilari fær...
Æfingabúðir í Englandi
Þessa vikuna eru fjórir íslenskir íþróttamenn staddir við æfingar í Englandi á hinum fornfræga stað Stoke Mandeville, staðnum þar sem rekja má upphaf íþrótta fatlaðra til. Það var á þessum stað sem faðir íþrótta fatlaðra, Sir. Ludwig Guttmann yfirlæknir á Mandeville...
Myndasafn frá Opnunarhátíðinni
Opnunarhátíð Alþjóðaleika Special Olympics í Aþenu var ekkert slor og íslenski hópurinn skemmti sér konunglega. Fjölda mynda frá hátíðinni má nú finna inni á myndasafni ÍF á www.123.is/if eða með því að smella hér.
Heimsbyggðin viðstödd þegar Guðmundur og Áslaug settu upp hringa
Opnunarhátíð Alþjóðaleika Special Olympics fór fram í Aþenu í gærkvöldi með pompi og prakt en mesta lukku í íslenska hópnum vakti þó uppátæki þeirra Guðmundar Arnar Björnssonar og Áslaugar Þorsteinsdóttur en þau eru keppendur á vegum Íslands á leikunum. Guðmundur...
Vinabæjarheimsókn lokið: Opnunarhátíðin í kvöld
Special Olympics hópur Íslands er nú kominn til Aþenu þar sem hann dvelur til 5. júlí næstkomandi eftir rólega daga í vinabæjarheimsókninni. Þegar íslenski hópurinn kom inn til Aþenu var honum skipt upp í þrjár einingar eftir íþrótt, hver hópur...
Einn sigur í liðakeppni á opna þýska
Jóhann R. Kristjánsson tók á dögunum þátt í opna þýska meistaramótinu í borðtennis sem fram for í Bayreut í Þýskalandi. Jóhann, sem keppir í sitjandi flokki C2, tapaði báðum leikjunum í sínum flokki en í liðakeppni vannst einn leikur. Jóhann, sem...
Myndasafn: Fyrstu dagarnir í Grikklandi
Fyrsta myndasafnið frá íslenska hópnum er nú komið á netið en hópurinn unir hag sínum vel í vinarbæjaráætlun Special Olympics. Hópurinn er í Halkidiki-svæðinu í Grikklandi og hefur náð bæði nokkrum æfingum og að slaka á og sleikja sólina. Hægt er...
Langt og strangt ferðalag að baki
Íslenski Special Olympics hópurinn er kominn til Grikklands og þegar farinn að sleikja upp sólina eftir langt og strangt ferðalag. Hópurinn lagði árla morguns 20. júní af stað frá Leifsstöð til London og þaðan lá leið til Grikklands. Þegar komið...
Pokasjóður styrkir Sumarbúðir ÍF
Pokasjóður úthlutar árlega styrkjum til hinna ýmsu verkefna á sviði umhverfis- og mannúðarmála. Sjóðurinn veitti nú í 16. sinn styrki sína sem í ár námu 60 milljónum króna en alls hefur Pokasjóður úthlutað um 1.100 milljónum á þessum árum.Pokasjóður hefur...
Tilkynning: Leið mistök við útsendingu valgreiðsluseðla
Liður í undirbúningi og fjármögnun þátttöku Íslands á Alþjóðaleikum Special Olympics var að senda út valgreiðsluseðla ásamt ítarlegri kynningu á þátttöku Íslands í leikunum. Um var að ræða greiðsluseðil sem sendur var til valinna fyrirtækja. Á kynningarblaðinu kemur fram að...
Tímamót á Íslandsmóti ÍF í frjálsum
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Laugardalsvelli laugardaginn 11. júní síðastliðinn. Mótið markaði tímamót í íþróttasögu fatlaðra hérlendis þar sem í fyrsta sinn tóku þátt íslenskir keppendur í flokkum 40-44 sem eru flokkar hreyfihamlaðra er notast við stoðtæki eins og...
Alþjóðaleikar Special Olympics í Grikklandi 25. júní – 4. júlí 2011
Alþjóðaleikar fyrir fólk með þroskahömlun - þar sem allir eru sigurvegarar www.specialolympics.org. www.athens2011.org Alþjóðaleikar Special Olympics eru haldnir fjórða hvert ár. Árið 2003 fóru leikarnir í fyrsta skipti fram utan Bandaríkjanna en þá fóru þeir fram í Írlandi og árið 2007 í...
Fjörður bikarmeistari í sundi fjórða árið í röð: Heimsmet í Vatnaveröld
Bikarkeppni ÍF 2011 var haldin að þessu sinni í Vatnaveröld Reykjanesbæ þann 4. júní og þar voru mætt til leiks Óðinn, ÍFR, Öspin og Fjörður, ríkjandi bikarmeistarar síðustu þriggja ára. Bikarkeppnin fór sem fyrr fram í 25m. laug. Jón Margeir...
Íslandmótið í frjálsum á laugardag
Laugardaginn 11. júní næstkomandi fer fram Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í Reykjavík. Mótið hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 15:00 svo upphitun hefst kl. 11:30. Skráningum ber að skila í mótið í dag, mánudaginn 6. júní á...
Snilldartaktar á Íslandsleikum SO í knattspyrnu
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á gervigrasi Víkings á dögunum þar sem snilldartaktar litu dagsins ljós. Fjöldi marka var skoraður og liðin sýndu góða knattspyrnu á löngum köflum og ljóst að knattspyrna fatlaðra er í mikilli sókn hérnlendis. Keppt...
Silfur og brons hjá Baldri í Hollandi
Baldur Ævar Baldursson tók þátt á opna hollenska mótinu í frjálsum íþróttum um síðastliðna helgi og var markmiðið að ná lágmarki í langstökki fyrir Ólympíumót fatlaðra í London á næsta ári. Lágmarkið er 5.10m í langstökkinu í flokki T37, flokki...