Fréttir

Íþróttamaður og íþróttakona ársins 2019

Þriðjudaginn 10. desember næstkomandi verður kjöri Íþróttasambands fatlaðra á íþróttamanni og íþróttakonu ársins 2019 úr röðum fatlaðra lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík.

Íslandsmót ÍF og SSÍ í Ásvallalaug 8.-10. nóvember

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands í 25m laug í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 8.-10. nóvember næstkomandi.

Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Ísland teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu.

Parísarbúar hefja undirbúning fyrir leikana 2024

Ólympíuleikarnir og Paralympics munu fara fram í París í Frakklandi árið 2024. Nýverið var merki leikanna kynnt til sögunnar en þetta verður í fyrsta sinn sem báðir leikarnir munu notast við eitt og sama merkið. Merkið er eitt og sameiginlegt...

Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti athygli á Paralympics daginn

Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti mikla athygli á Paralympic daginn en Kristinn stefnir á keppni erlendis og það verður spennandi að fylgjast með honum. Þessi sleði getur nýst bæði sem tæki á hjólum og skíðum. Kristinn fór til Denver og hitti þar...

Fjölmenni á skemmtilegum Paralympic-degi

Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 19. október síðastliðinn. Þetta var fimmta árið í röð sem ÍF stendur að deginum en hann er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum fatlaðra sem stundaðar eru á Íslandi. ...

Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra?

Paralympic-dagurinn 2019 Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í...

Jón fimmtándi í hjólreiðakeppninni

Global Games í Ástralíu standa nú sem hæst og hér á eftir má sjá helstu tíðindi af íslensku fulltrúunum sem eru í Brisbane við keppni. Mótið er haldið af INAS sem eru heimssamtök íþróttamanna með þroskahömlun.

Paralympic dagurinn 2019

Ágæti lesandi. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er aðili að heimssamtökum fatlaðra íþróttamanna International Paralympic Committee (IPC). IPC skipuleggur og heldur utan um alþjóðlegt mótahald fyrir afreksfólk úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Um er að ræða heimsálfumót (EM fyrir okkur), heimsmeistaramót (HM) og ólympíumót...

Hulda fjórða í sleggjunni

Keppni er í fullum gangi á Global Games í Ástralíu en frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir hafnaði í 4. sæti í sleggjukasti.

Róbert fjórði í 200m fjórsundi

Global Games eru nú komnir á fullan skrið í Brisbane í Ástralíu og sundfólkið Þórey Ísafold Magnúsdóttir og Róbert Ísak Jónsson hafa þegar keppt í sínum fyrstu greinum.

Glæsilegt Íslandsmót ÍF í umsjón íþróttafélagsins Ívars á Ísafirði

Vísað er hér í nánari úrslit en það var  Guðrún Ólafsdóttir, Firði sem sigraði í 1. deild og  Ingi Björn Þorsteinsson, IFR  sigraði í flokki BC1 - 5. Í boccia er keppt í deildum þar sem keppendur vinna sig upp, óháð fötlun. ...

Ísland mætt með fjóra keppendur á Global Games

Næstu daga standa yfir Global Games í Brisbane í Ástralíu en leikarnir eru á fjögurra ára fresti á vegum INAS sem erum heimssamtök þroskahamlaðra íþróttamanna. Ísland teflir fram sterkum fulltrúum og þar á meðal verðlaunahöfum frá heims-, Evrópu,- og Ólympíumótum! ...

Ný uppfærsla keppnisdagskrár Íslandsmóts ÍF, uppfært 3. október

Ný uppfærsla keppnisdagksrár Íslandsmóts frá 3. október  hefur verið send til aðildarfélaga ÍF og er á fb síðu ÍF

Gerum okkar besta til að gera mótið sem glæsilegast

Íþróttafélagið Ívar, Ísafirði og nágrenni,  mun halda Íslandsmót í boccia um næstu helgi, 4.–6. október, og er það í þriðja skiptið sem félagið leggur í svo stórt verkefni sem Íslandsmóti er.

IPC 30 ára

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra fagnaði 30 ára afmæli sínu sunnudaginn 22. september síðastliðinn. Síðustu þrjá áratugi hafa forsvarsmenn IPC verið í forgrunni við uppbyggingu íþrótta fatlaðra á heimsvísu.

Patrekur með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi

Patrekur Andrés Axelsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T11 (blindir) á opna króatíska mótinu sem fram fer í Zagreb. Þetta var síðasta tilraun Patreks fyrir lágmörk á heimsmeistaramótið sem fram fer í Dubai í nóvember.

Már með einu verðlaun Norðurlandanna á HM

10 Íslandsmet! Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi lauk í London um síðastaliðna helgi en mótið fór fram í Queen Elizabeth London Aguatics Centre. Flestir þekkja laugina sem keppnislaugina frá Paralympics 2012. Ísland var eina Norðurlandaþjóðin sem vann til verðlauna á HM þetta...

Myndband: Már með brons og nýtt Íslandsmet í London

Már Gunnarsson vann í kvöld sín fyrstu verðlaun á alþjóðlegu stórmóti þegar hann hafnaði í 3. sæti í 100m baksundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í London.

Græn verðlaun í Tokyo 2020

Þessa dagana stendur yfir fararstjóranámskeið hjá undirbúningsnefnd Paralympics 2020 sem fram fara í Tokyo á næsta ári. Námskeiðið fer fram í Tokyo þar sem Jón Björn Ólafsson íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi ÍF er staddur sem fulltrúi Íslands.