Fréttir

Ísland á HM í sundi: Róbert Ísak Jónsson

Á morgun heldur íslenska sundlandsliðið út til London þar sem HM í sundi fatlaðra mun standa yfir næstu daga. Síðasti sundmaðurinn í röðinni sem við á ifsport.is tökum stutt spjall við er Róbert Ísak Jónsson úr Firði/SH. Róbert keppir í...

Ísland á HM í sundi: Guðfinnur Karlsson

Íslenski hópurinn heldur út til London á laugardag til þess að keppa á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Síðustu daga höfum við verið að taka snarpan púls á íslenska landsliðssundfólkinu og nú er komið að Fjarðarliðanum Guðfinni Karlssyni sem er á...

Patrekur með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi

Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni setti í gær nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi á opna franska meistaramótinu sem nú stendur yfir í París í Frakklandi.

Ísland á HM í sundi: Thelma Björg Björnsdóttir

Næst á svið við kynningu á íslenska sundfólkinu sem keppir á HM í London í næsta mánuði er Thelma Björg Björnsdóttir. Thelma keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og var m.a. fulltrúi Íslands á Paralympics í Ríó 2016. Thelma...

Róbert Ísak tilnefndur sem framúrskarandi ungur Íslendingur

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Framúrskarandi ungir Íslendingar.“ Verðlaunin eru veitt af JCI hreyfingunni á Íslandi en verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn þann 4. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu á...

Ísland á HM í sundi: Már Gunnarsson

Már Gunnarsson er á leið á sitt fjórða stórmót þegar hann keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í London í næsta mánuði. Már syndir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ en hann keppir í flokki S11...

Eitt ár í Paralympics 2020

Eitt ár er þangað til Paralympics í Tokyo hefjast. Af þeim sökum hafa fjölmargir viðburðir verið á dagskránni hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra sem og mótshöldurum í stórborginni Tokyo í Japan.

Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum?

Þriðjudaginn 27. ágúst verður haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík í umsjón Chris Harwood sem er prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough. Yfirskrift vinnustofunnar er Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? og er ætluð fyrir foreldra...

Ísland á HM í sundi: Sonja Sigurðardóttir

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Ísland mun eiga sex keppendur á mótinu og á næstu dögum kynnum við alla okkar keppendur til leiks. Nú þegar höfum við kynnt Hjört Má Ingvarsson til leiks...

Ísland á HM í sundi: Hjörtur Már Ingvarsson

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Ísland mun eiga sex keppendur á mótinu og á næstu dögum kynnum við alla okkar keppendur til leiks. Við hefjum leik í Hafnarfirði hjá Hirti Má Ingvarssyni úr...

Sex íslenskir fulltrúar á HM í London

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Sex íslenskir fulltrúar munu keppa á mótinu frá þremur félögum. Mótið fer fram í Ólympíusundlauginni frá leikunum 2012 þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson vann sællar minningar gullverðlaun...

Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

Heimsmeistaramót ungmenna í frjálsum (U20 og U17 ) fór fram í Nottwil í Sviss um Verslunarmannahelgina. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, hafði sigur í tveimur af fjórum greinum sem hún keppti í á mótinu en Bergrún keppir í flokki T/F...

Ármann sigurvegari liðakeppninnar og fjöldi meta féll í Kaplakrika

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur og íþróttafólkið þakkaði pent fyrir sig með miklum bætingum og þónokkrum metum.

Minningarpúttmót Harðar Barðdal 2019 Úrslit

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram í Hraunkoti, á æfingasvæði golfklúbbsins Keilis mánudaginn 24. júní og þar var eins og áður keppt í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Fólk á öllum aldri mætti til leiks, börn og fullorðnir og keppni fór...

Íslandsmót ÍF í frjálsum í Kaplakrika 6.-7. júlí

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði dagana 6.-7. júlí næstkomandi.

EM 2020 í sundi verður í Portúgal

Síðasta stórmót sundmanna í Evrópu fyrir Paralympics í Tokyo 2020 verður í Funchal á eyjunni Madeira í Portúgal í maímánuði 2020. Mótið mun fara fram dagana 17.-23. maí.

Hulda og Stefanía með tvö ný Íslandsmet á Ítalíu

Opna ítalska meistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram í Grosseto á Ítalíu á dögunum. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós en Ísland átti þrjá fulltrúa á mótinu sem voru þær Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann, Stefanía Daney Guðmundsdóttir Eik/KFA og Bergrún Ósk...

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF hefjast í dag

Í dag hefjast íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra en búðirnar munu fara fram að Laugarvatni næstu daga. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍF stendur að viðlíka búðum en tæplega 20 ungmenni voru skráð í búðirnar.

Minningarpúttmót Harðar Barðdal mánudaginn 24. júní kl. 18.00

Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið í Hraunkot Keilir mánudaginn 24 júní kl 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði hjá fötluðum og ófötluðum Allir velkomnir og ókeypis skráning á þetta árlega mót

Hulda, Bergrún og Stefanía keppa á opna ítalska

Frjálsíþróttakonurnar Hulda Sigurjónsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir lögðu í morgun af stað áleiðis til Ítalíu þar sem þær munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum næstu dag.