Fréttir

Íþróttasamband fatlaðra 40 ára í dag

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu en þennan dag 1979 var sambandið stofnað. Afmælisárið hefur verið og verður viðburðarríkt en fyrr á þessu ári tók stór hópur Íslendinga þátt í heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi. Þá...

Fjörður bikarmeistari ÍF 2019

Íþróttafélagið Fjörður varð bikarmeistari ÍF í sundi tólfta árið í röð um síðustu helgi. Þetta árið fór mótið fram með breyttu sniði þar sem keppt var um bikartitil ÍF en um leið fór einnig fram flokkamót ÍF.

Öll kurl komin til grafar hjá Róberti og IPC

Opna breska meistaramótið í sundi fór fram í Glasgow á dögunum. Sjö íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og þeirra á meðal var Róbert Ísak Jónsson sem fékk við mótið afhent verðlaun sem hann vann til á síðasta ári.

Bikar og flokkamót ÍF í sundi 2019

Bikar og flokkamót Íþróttasambands fatlaðra verður haldið 11.–12. maí í sundlaug Laugardals. Mótið fer fram í 25 m laug. Til að öðlast keppnisrétt á mótinu skal sundmaður vera skráður inn með löglegan tíma á sundárinu. Öll félög innan Íþróttasambands fatlaðra...

Asparmótið 2019

Vormót Aspar og Elliða verður haldið í Laugardalslaug sunnudaginn 5. maí. Upphitun hefst klukkan 12:15 og mótið klukkan 13:00.            Keppt verður í eftirtöldum greinum:           Ekki skal skrá hvern sundmann í fleiri en 4 greinar  

Fyrri þáttur ,,Með Okkar Augum" um heimsleika Special Olympics sýndur á RUV 25. apríl

Sjónvarpsþátturinn ,, Með Okkar Augum" á RUV var sýndur í gærkvöldi en hann var helgaður heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai. Seinni þátturinn verður sýndur í byrjun mai. http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heimsleikar-special-olympics/28846?ep=8j3371  

Forsetahjónin með boð á Bessastöðum fyrir íslenska hópinn sem fór á heimsleika Special Olympics

Miðvikudaginn 24. apríl 2019 voru Forsetahjónin með boð á Bessastöðum fyrir íslenska hópinn sem tók þátt í heimsleikum Special Olympics 2019. 

Heimsmeistaramótið í sundi fer fram í London

Þá hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra tilkynnt hvar heimsmeistaramót fatlaðra í sundi 2019 muni fara fram en London varð fyrir valinu. Upphaflega stóð til að mótið færi fram í Malasíu en þar sem yfirvöld þar í landi ákváðu að veita Ísraelsmönnum ekki...

#PlayTrue dagurinn í dag

Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum...

Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona gulli hlaðin á Evrópumeistaramóti DSSF

Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona frá Ísafirði tekur nú þátt á Evrópumeistaramóti hjá samtökunum DSSF  (Down Syndrom Swimming Federation) en mótið er haldið í Southampton, Englandi. Hún hefur áður tekið þátt í mótum á vegum DSISO (Down Syndrom International Swimming Organization) en þar eru...

Islandsmót IF 2019 Úrslit í boccia, borðtennis og lyftingum

Íslandsmóti ÍF í boccia var að ljúka og þá er lokið Íslandsmóti ÍF í 4 greinum, boccia, borðtennis, lyftingum auk sundmóts sem fór fram samhliða MÍ50. Einnig fóru fram Íslandsleikar í frjálsum íþróttum.  Góður árangur náðist í öllum greinum en...

Íslandsleikar SO í frjálsum á föstudag

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum fara fram í Kaplakrika föstudaginn 5. apríl og marka þannig ásamt Íslandsmóti ÍF og SSÍ í sundi upphaf Íslandsmótahelgar ÍF 2019.

Páll Óskar lýsir upp Lokahóf ÍF 2019

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fara fram um helgina og verður nóg við að vera í höfuðstaðnum dagana 5.-7. apríl. Rúsínan í pylsuendanum er svo sjálft lokahófið sem fram fer í Gullhömrum í Grafarvogi og það verður enginn annar en Páll Óskar...

Keppnisdagskráin í boccia komin á netið

Íslandsmót ÍF fara fram um helgina. Nú er keppnisdagskráin fyrir sveitakeppnina í boccia komin á netið og má nálgast hana hér. Sem fyrr verður sveitakeppnin haldin í Laugardalshöll þar sem mótssetning verður laugardaginn 6. apríl kl. 9.30 og keppni hefst...

Landsliðsþjálfari Norðmanna með frábært námskeið í Laugardal

ÍF og Boccianefnd ÍF hafa lengi rætt um að halda þjálfaranámskeið í Boccia og fá til þess reyndan aðila sem kann vel til verka. Helgina 16. og 17. febrúar rann hin langþráða stund upp. Við fengum landsliðsþjálfara Noregs, Egil Lunden,...

Íslandsleikar Special Olympics í fimleikum verða haldnir laugardaginn 30. mars í Gerplu, Versölum

Íslandsleikar Special Olympics í fimleikum verða haldnir laugardaginn 30. mars í Gerplu, Versölum. Fimleikasamband Íslands heldur mótið og er það haldið samhliða Íslandsmóti í Þrepum. Mótið hefst kl. 15:40, við hvetjum alla til þess að mæta og horfa á æsispennandi...

HM vonandi haldið í Evrópu í september

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra gaf í dag út tilkynningu vegna heimsmeistaramóts IPC í sundi. Upphaflega átti HM að fara fram í Malasíu á þessu ári en samningum við staðarhaldara var rift þar sem yfirvöld í Malasíu ákváðu að veita ekki keppendum...

Japanir kynna Paralympic-kyndilinn fyrir Paralympics 2020

Mótshaldarar Paralympics 2020 í Tokyo hafa nú kynnt Paralympic-kyndilinn fyrir leikana en hann mun bera Paralympi-logann víða um lönd áður en setningarathöfnin sjálf fer fram. Paralympics 2020 fara fram í Tokyo í Japan og standa leikarnir yfir dagana 25. ágúst...

Fjögur Íslandsmet á Ásvallamóti SH

Ásvallamót SH í sundi í 50m laug fór fram helgina 16.-17. mars í Hafnarfirði þar sem fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós hjá sundmönnum úr röðum fatlaðra. Heimamaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson frá Firði setti tvö ný met sem og ÍRB-liðinn...

SERES framleiðir tvo þætti um þátttökuna í Abu Dahbi

Glæsilegum heimsleikum Special Olympics er nýlokið í Abu Dahbi og íslenski hópurinn kominn heim sæll og glaður eftir frækna frammistöðu ytra. Verkefninu er hvergi nærri lokið því um páskana verða tveir þættir „Með okkar augum“ tileinkaðir þátttöku Íslands í leikunum. ...