Fréttir

Ánægjulegir dagar í Abu Dahbi

Íslenski keppnishópurinn á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai kemur til Keflavíkur að um miðnætti í kvöld 22. mars.

Hilmar dæmdur úr leik í seinni ferðinni

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni í Morzine í Frakklandi á síðasta heimsbikarmóti IPC í alpagreinum þetta tímabilið. Hilmar var þriðji eftir fyrri ferðina í morgun þar sem hann skíðaði gríðarlega vel.

Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn. Félag áhugafólks um Downs-heilkenni stendur í tilefni af deginum að samkomu í veislusal Þróttar, Laugardal, milli kl. 17 og 19 í dag.

Hekla og Arna Dís fyrstar í nútímafimleikum: Fjallið í Abu Dahbi

Nóg hefur verið við að vera síðustu daga hjá íslenska hópnum á heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi. Söguleg varð þátttaka Örnu Dísar Ólafsdóttur og Heklu Bjarkar Hólmarsdóttur í nútímafimleikum en þar unnu þær til gull- og silfurverðlauna. Stelpurnar urðu...

Hilmar á leið til Frakklands: Enginn farið ofar á heimslista!

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er á leið til Frakklands þar sem hann mun keppa í lokamóti heimsbikarmótaraðar IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra). Keppt verður á Morzine’s Le Stade course þar sem Hilmar er skráður til leiks í svigi.

Íslandsmót ÍF 2019 5.-7. apríl

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fara fram dagana 5.-7. apríl næstkomandi. Venju samkvæmt verður lokahóf Íslandsmótanna haldið hátíðlegt í Gullhömrum en lokahófið fer fram sunnudagskvöldið 7. apríl. Hér að neðan má sjá upplýsingar fyrir hverja grein ÍF. Ef einhverjar spurningar vakna er...

Þorsteinn með silfur á Íslandsmótinu

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson varð annar á Íslandsmótinu í bogfimi innanhúss (18m) um helgina. Þorsteinn varð að láta sér lynda silfrið eftir úrslitaviðureign gegn Rúnari Þór Gunnarssyni þar sem lokastaðan var 138-136 Rúnari í vil í keppni á trissuboga.

Glæsileg setningarathöfn í Abu Dahbi

Setningarathöfn heimsleika Special Olympics í lok síðustu viku var glæsileg en þar gengu inn á völlinn i Zayed Sport City í Abu Dhabi 192 þjóðir. Innganga tók mið af vinabæjum landa í stafrófsröð og var Ísland eitt af fyrstu löndum til...

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2019

Skráning er hafin í Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fyrir sumarið 2019. Íþróttasamband fatlaðra og UMFÍ hafa gert með sér samkomulag um leigu sambandsins á mannvirkjum á Laugarvatni fyrir sumarbúðirnar sem fara fram 14.-21. júní og 21.-28. júní næstkomandi.

Opinn hádegisfundur um svefn og íþróttir

Opinn hádegisfundur um svefn og íþróttir í samstarfi við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan Menntavísindasvið Háskóla Íslands verður haldinn miðvikduaginn 20. mars næstkomandi.

Heimsleikar Special Olympics settir í dag

Setningarathöfn heimsleika Special Olympics í Abu Dahbi fer fram í dag. Setningin hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni hér í beinni á Youtube.

Ráðherra heiðursgestur á Special Olympics

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra er kominn út til Abu Dahbi þar sem hann verður heiðursgestur íslenska hópsins á meðan heimsleikar Special Olympics fara fram þar í landi. Fulltrúahópur Íslands við leikana er orðinn ansi myndarlegur en tæplega 100...

Afreks- og tónlistarmaðurinn Már með útgáfutónleika í apríl

Sundmaðurinn Már Gunnarsson er ekki aðeins að gera góða hluti í sundlauginni því hann er einnig mikill tónlistarmaður og mun í aprílmánuði halda útgáfutónleika í Hljómahöll í Reykjanesbæ.

Íslenski hópurinn kominn til Abu Dhabi eftir vinabæjarheimsókn

Það er óhætt að fullyrða að fyrstu dagar Íslendinga í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum hafi skapað góðar minningar en íbúar Fujairah, vinabæjar Íslands tóku mjog  vel á móti hópnum. Eftir góða slökun fyrsta daginn eftir langt ferðalag tók við fjölbreytt dagskrá...

Sambandsþing ÍF 2019: Fyrsta boðun

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra 2019 fer fram á Radisson Blu Hóteli sögu laugardaginn 18. maí næstkomandi. Fyrsta boðun þings hefur þegar verið send til aðildarfélaga ÍF sem og sambandsaðila. Þá er vanhagar um þinggögn af einhverjum orsökum geta haft samband á...

Blað brotið í sögu ÍF í dag

Nýtt blað var brotið í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi í dag þegar Íþróttasamband fatlaðra gerði samninga við fimmtán aðila úr afrekshópi sambandsins. Í fyrsta sinn eru afreksmenn ÍF með virkan samning við sambandið og um leið er þetta metupphæð...

Risahópur á leið til Abu Dahbi

Heimsleikar Special Olympics eru handan við hornið og í morgun hélt risahópur áleiðs út á leikana frá Íslandi. Ekki var laust við mikla eftirvæntingu í hópnum en heimsleikar Special Olympics eru eitt stærsta íþróttamót heims og eru haldnir fjórða hvert...

Már og Róbert í hörku formi

Hraðmót Fjölnis fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi þar sem kapparnir Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson drógu að landi þrjú ný Íslandsmet.

Lögreglumenn á fleygiferð um Sameinuðu arabísku furstadæmin með „Loga Vonarinnar"

Kyndilhlaup vegna heimsleika Special OIympics, " Logi Vonarinnar" er nú hafið og lögeglumenn víða að úr heiminum hlaupa með logandi kyndil milli furstadæma í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Daði þorkelsson, er fulltrúi LETR á Íslandi ( Law Enforcement Torch Run) og hann er í...

Kynningarblað Heimsleika SO í Abu Dahbi

Heimsleikar Special Olympics fara fram í Abu Dahbi dagana 14.-21. mars næstkomandi. Síðastliðinn miðvikudag gaf Íþróttasamband fatlaðra út veglegt kynningarblað sem dreift var með Fréttablaðinu.