Fréttir

Síðasti keppnisdagurinn í sundi

Í dag er síðasti keppnisdagurinn í sundi en þá verða þau Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson á ferðinni þegar keppt verður í 100m bringusundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Jón ríður á vaðið kl. 10:24 að breskum tíma...

Jón setti tvö Íslandsmet og Kolbrún við sitt besta í lokasundinu

Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson hafa lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í London. Bæði kepptu þau í undanrásum í 100m bringusundi í morgun en hvorugu tókst að tryggja sér sæti í úrslitum í kvöld. Jón setti þó tvö...

Peacock setti Ólympíumótsmet þegar hann tók 100 metrana

Einn stærsti viðburðurinn á Ólympíumóti fatlaðra í London fór fram í kvöld þegar 100m hlaupið í flokki T44 átti sér stað. Heimamaðurinn Jonnie Peacock gerði allt vitlaust þegar hann stakk alla af upp úr blokkinni og rauk í mark á...

Jón og Matthildur í Monitor

Afreksíþróttamennirnir Jón Margeir Sverrisson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir prýða síður Monitor í dag. Jón þreytti þar magnað lokapróf og Matthildur fór í gegnum það sem hún ,,fílar."Monitor 6. september 2012

ÍF TV: Rætt við Jón og Kolbrúnu eftir síðasta keppnisdag í sundi

Sundmennirnir Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson hafa lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra. Kolbrúnu fannst 200m skriðsundið skemmtilegast en það er hennar sterkasta grein. Jón Margeir stefnir svo ótrauður að því að ná lágmörkum fyrir 1500m skriðsund á Ólympíuleikunum...

Lokadagurinn runninn upp hjá Matthildi

Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir lýkur keppni á Ólympíumóti fatlaðra í dag þegar hún keppir í 200m spretthlaupi í flokki T37 en flokkurinn er flokkur spastískra. Hlaupið hjá Matthildi hefst kl. 10:50 hér ytra eða kl. 09:50 að íslenskum tíma. Matthildur...

Matthildur lauk keppni í London á nýju Íslandsmeti

Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hefur lokið þátttöku sinni á Ólympíumóti fatlaðra í London en í morgun setti hún nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m hlaupi í flokki T37 sem er flokkur spastískra. Matthildur kom þá í mark á tímanum 32,16...

Matthildur ætlar til Ríó og stefnir á verðlaun

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra en hún keppti í langstökki, 100m hlaupi og 200m hlaupi. Matthildur er 15 ára gömul og hefur þegar sett stefnuna á þátttöku á Ólympíumótinu í Ríó 2016. Við ræddum við Matthildi...

Dagskráin framundan hjá íslenska hópnum í London

Eins og gefur að skilja er íslenska Ólympíumótssveitin í sjöunda himni um þessar mundir eftir frækna frammistöðu Jóns Margeirs Sverrissonar í gær. Jón var í gær gullverðlaunahafi í 200m skriðsundi í flokki S14 en þar setti hann einnig heimsmet og...

Jón og Kolbrún í 200m skriðsundi í dag

Annar keppnisdagur íslenska hópsins er runninn upp hér á Ólympíumóti fatlaðra í London. Komið er að 200 metra skriðsundinu hjá Jóni Margeiri og Kolbrúnu Öldu og þá keppir Matthildur Ylfa í 100 metra hlaupi.Jón Margeir stígur fyrstur á stokk í...

Jón Margeir fór í úrslit á nýju Íslandsmeti - Kolbrún tólfta með tvö met!

Jón Margeir Sverrisson tryggði sér sæti í úrslitum í 200m skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í dag þegar hann synti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í flokki S14. Jón kom í bakkann á 2:00,32 mín. sem var einnig Ólympíumótsmet en það...

Matthildur jafnaði Íslandsmetið en komst ekki í úrslit

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir úr ÍFR jafnaði Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi í flokki T37 þegar hún kom í mark á 15,89 sekúndum í undanriðli sínum á Ólympíumóti fatlaðra í London í dag. Hún endaði þó í neðsta sæti af...

Jón Margeir landaði gullinu og setti heimsmet!

Jón Margeir Sverrisson fór hamförum í sundlauginni í London áðan þegar hann setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Jón synti á 1:59,62 mín. en þrír efstu menn syntu allir undir ríkjandi heimsmeti. Jón...

Í góðri trú…

Hér að neðan fer grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 20. ágúst síðastliðinn í tengslum við þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra í London.Í góðri trúÓlympíumót fatlaðra fer fram í London dagana 29. ágúst til 9. september 2012 og er hluti...

Frí hjá keppendum í dag sem fá heimsókn frá ráðherra

Þó íslensku keppendurnir fái frí í dag verður engu að síður mikið um að vera hér í London á Ólympíumóti fatlaðra. Þegar hafa 11 Ólympíumótsmet og 11 heimsmet fallið og 16 af 21 grein á mótinu er komin í gang.Í...

Matthildur áttunda í langstökki - Jón og Kolbrún komust ekki í úrslit

Ísland hefur hafið keppni á Ólympíumóti fatlaðra en í morgun varð frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir fyrst íslensku keppendanna til að láta að sér kveða. Matthildur komst þá í úrslit og náði næstbesta stökki sínu þetta árið á alþjóðlegu móti.Fyrsta stökkið...

Helgi fjarri sínu besta og komst ekki í úrslit

Helgi Sveinsson komst ekki í úrslit í langstökki F42/44 í kvöld á Ólympíumóti fatlaðra. Helgi var nokkuð fjarri sínu besta og hafnaði í tíunda og síðasta sæti. Lengsta stökk Helga í kvöld var 4,25 metrar en Íslandsmetið hans er 5,32...

Flugeldar, Gandálfur og Sveinsson við fánann

Allt til alls í London, þéttsetinn Ólympíumótsleikvangurinn og rétt rúmlega 80.000 manns voru viðstaddir opnunarhátíð Ólympíumótsins 2012. Helgi Sveinsson leiddi íslensku sveitina inn í mannhafið í kvöld og stóð sig með stakri prýði eins og hans var von og vísa.Veðurguðirnir...

Íslensku keppendurnir hefja allir leik á morgun

Keppni á Ólympíumóti fatlaðra hófst í London í dag og er mikið við að vera í borginni enda setur mótið sterkan svip á daglegt líf þeirra rúmlega átta milljóna sem hér búa. Íslensku keppendurnir hefja allir leik á morgun og...

Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands í kvöld

Í kvöld fer setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra fram í London. Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands við hátíðina en Helgi er 33 ára gamall og keppir fyrir Ármann. Helgi rétt eins og hinir þrír keppendur Íslands á leikunum er að taka...