Fréttir

Norðurlandameistaramót í boccia fór fram í Reykjavík dagana 12. - 13. maí

79 keppendur voru frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum auk þjálfara og fararstjóra, alls um 120 erlendir gestir.  Einstaklingskeppni fór fram á laugardeginum og sveitakeppni á sunnudeginum. Ísland hlaut bronsverðlaun í sveitakeppni í 1. flokki en þar keppa einstaklingar með...

Þrjú met hjá Helga á Ítalíu

Frjálsíþróttamennirnir Helgi Sveinsson og Baldur Ævar Baldursson hafa lokið keppni á Ítalíu. Helgi kemur heim með þrjú ný Íslandsmet í farteskinu en Baldur Ævar náði ekki markmiði sínu í langstökkinu þegar hann var aðeins átta sentimetra frá lágmarkinu á Ólympíumót...

Thelma og Kolbrún í góðum gír í Reykjanesbæ

Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ um helgina þar sem sjö ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Sundkonurnar Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, og Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður/SH, voru í góðum gír um helgina og settu saman alls...

NM: Úrslit laugardagsins

Fyrri keppnisdegi á Norðurlandamóti fatlaðra í boccia lauk í gær þar sem einstaklingskeppnin kláraðist. Svíar og Norðmenn unnu tvö gull og Danir nældu sér í sigur í klassa tvö. Hér að neðan eru sigurvegarar gærdagsins í einstaklingskeppninni en sveitakeppnin stendur...

Norðurlandamótið hafið í Laugardalshöll

Norðurlandamót fatlaðra í boccia er hafið í Laugardalshöll en mótið var sett rétt í þessu. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF bauð gesti velkomna og þá tók Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ til máls. Að lokum var það svo Eva Einarsdóttir frá...

Myndband frá setningarathöfninni í Laugardalshöll

Fánaberi Íslands við setningarathöfn NM í boccia í morgun var Gunnar Karl Haraldsson frá Ægi í Vestmannaeyjum. Á meðfylgjandi mynd er Ólafur Ólafsson formaður Aspar og nefndarmaður í boccianefnd ÍF að fylgjast með gangi mála í Laugardalshöll.

Haukur: Kem afslappaður til leiks

Haukur Gunnarsson bíður spenntur eftir því að komast að í Laugardalshöll en hann fylgdist með einstaklingskeppninni í dag. Haukur segist í fantaformi og komi vel undirbúinn til leiks en hann keppir í liðikeppninni á morgun, sunnudag.

Helgi með Íslandsmet á Ítalíu

Helgi Sveinsson setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m. spretthlaupi á frjálsíþróttamóti sem nú fer fram á Ítalíu. Helgi keppir í flokki T42 á koltrefjafæti frá Össuri. Helgi stórbætti árangur sinn í dag en í Túnis fyrr á...

Olli: Mjög hörð keppni

Ólafur Ólafsson er fremstur meðal jafningja þegar kemur að boccia og hann stendur í ströngu þessa helgina á meðan NM í boccia fer fram í Laugardalshöll. Olli eins og hann er jafnan kallaður sagði íslenska hópinn standa í mjög harðri...

Norðurlandamótið hefst í dag - keppni á morgun

Bestu boccia-spilarar landsins verða á meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Mótið fer fram á tveggja ára fresti en íslensku keppendurnir komust ekki á mótið í Danmörku 2010 vegna öskufalls úr gosinu í Eyjafjallajökli. Biðin...

Baldur og Helgi mættir til Ítalíu

Frjálsíþróttamennirnir Baldur Ævar Baldursson og Helgi Sveinsson eru nú mættir til Ítalíu þar sem þeir munu taka þátt opnu ítölsku frjálsíþróttamóti. Báðir hafa þeir Helgi og Baldur náð lágmörkum fyrir EM sem fram fer síðar í sumar. Kapparnir stefna einnig...

Norðurlandamótið hefst á föstudag

Norðurlandamót fatlaðra í boccia hefst í Laugardalshöll á föstudag og mun keppnin standa fram á sunnudag. Alls verða 79 keppendur á mótinu og þar af 22 Íslendingar. 11 keppendur koma frá Danmörku, 16 Finnar, 3 Færeyingar og 15 Norðmenn.Dagskrá mótsins:Dagskrá...

Árleg heimsókn Heklu

Kiwanisklúbburinn Hekla kom í síðustu viku færandi hendi á skrifstofur ÍF en klúbburinn hefur um árabil stutt dyggilega við bakið á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Það var formaður ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson, sem tók við styrknum frá Heklumönnum og færir ÍF...

Íslandsleikar í knattspyrnu á Víkingsvelli

Íslandsleikar í knattspyrnu 2012 verða í samstarfi Special Olympics á Íslandi, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings. Keppt verður á Víkingsvellinum fimmtudaginn 17. maí kl. 10.00 - 13.00. Keppt er í blönduðum liðum karla og kvenna, 5 eru í hverju liði og skipt...

Íslandsmót ÍF í frjálsum utahnúss laugardaginn 9. júní

Laugardaginn 9. júní næstkomandi fer Íslandsmót ÍF í frjálsum fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Keppt verður í 100m, 200m og 400m hlaupi, kúluvarpi, langstökki og spjótkasti ef næg þátttaka fæst. Keppni hefst kl. 11:30, upphitun kl. 11:00. Skráningarblöð verða send síðar.Boðið...

Fjögur Íslandsmet í Sheffield

Um páskana fóru fjórir keppendur frá Íslandi á opna breska meistaramótið í sundi sem fram fór í Sheffield á Englandi. Alls litu fjögur ný Íslandsmet dagsins ljós. Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari og Helena Hrund Ingimundardóttir fóru fyrir hópnum ytra.Keppendur:          ...

Fjórir íslenskir sundmenn á Opna breska

Fjórir íslenskir sundmenn eru komnir út til Bretlands þar sem þeir munu taka þátt á opna breska meistaramótinu í sundi sem fram fer í Sheffield. Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari ÍF í sundi fer fyrir hópnum en henni til aðstoðar er Helena...

Hængsmótið haldið í 30. sinn

Hið árlega Hængsmót verður nú haldið í 30. sinn dagana 28. apríl - 30. apríl næstkomandi. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri en keppt verður í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis og lyftingum.Stefnt er að því að mótið verði...

Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia, Ísafirði 11.-13. október.

Íslandsmót í einstaklingsmóti í boccia, verður haldið á Ísafirði dagana 11.  -  13. október 2012. Lokahóf verður laugardagskvöldið 13. október í Bolungarvík.Umsjónaraðili er íþróttafélagið Ívar en nánari upplýsingar um mótið verða sendar til aðildarfélaga ÍF næstu daga.

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis

Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, varð um helgina þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Íslandsmótið fór fram í ÍFR húsinu í Hátúni og tókst afar vel til í góðri aðstöðu þeirra ÍFR manna. Jóhann og Viðar Árnason, KR, höfðu sigur í tvíliðaleiknum en...