Fréttir

Frábært tilboð frá BTÍ

Dagana 1.  - 9. september verður BTÍ með á þjálfaranámskeið og æfingabúðir í borðtennis. Um er að ræða 1. stigs  þjálfaranámskeið ITTF þar sem sérstök áhersla er lögð á þjálfun fatlaðra en leiðbeinandi er.Emanuel Christiansson.  Í tilefni af 40 ára...

Ísland boðið velkomið í Ólympíumótsþorpið

Í morgun fór fram athöfn í Ólympíumótsþorpinu þar sem Ísland var boðið velkomið en það er siður góður hjá mótshöldurum. Heimamenn í Bretlandi eiga þá ófáa góða listamennina svo tónlistin við athöfnina var góð, lög eftir Queen fengu að óma...

Hópurinn búinn að koma sér fyrir í Ólympíumótsþorpinu

Íslenski Ólympíumótshópurinn hélt utan til London í morgun en sjálft Ólympíumót fatlaðra verður sett næstkomandi miðvikudag með veglegri opnunarhátíð. Aðstæður í þorpinu eru eins og best verður á kosið.Á morgun verður íslenski hópurinn boðinn velkominn í þorpið með stuttri móttöku...

Bláa Lónið og ÍF í samstarf fram yfir Ólympíumótið í Ríó

Íþróttasamband fatlaðra og Bláa Lónið hf hafa gert með sér samstarfs- og styrktarsamning. Með samningnum er Bláa Lónið hf  orðið einn af helstu samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Grímur Sæmundsen, forstjóri,  Bláa Lónsins undirrituðu samning þessa efnis...

RÚV mun sýna um 40-50 klukkustundir í beinni frá London

Ríkisútvarpið tilkynnti í kvöldfréttum sínum í kvöld að það myndi sýna um 40 til 50 klukkustundir í beinni útsendingu frá Ólympíumóti fatlaðra í London. Ólympíumótið hefst þann 29. ágúst næstkomandi með viðamikilli setningarathöfn en íslenski hópurinn heldur ytra á laugardag....

Styrkur til reykvíkskra Ólympíumótsfara

Reykjavíurborg (ÍTR) og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) afhentu í dag myndarlegan styrk til frjálsíþróttafólksins Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur og Helga Sveinssonar. Styrkina hlutu þau fyrir komandi þátttöku sína í Ólympíumóti fatlaðra en íþróttamennirnir halda utan til London þann 25. ágúst næstkomandi.Rétt eins...

Reykjavíkurmaraþonið á morgun

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2012 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Hlaupið verður eins og undanfarin ár haldið á sama degi og Menningarnótt í Reykjavík en í ár er dagurinn einmitt afmælisdagur Reykjavíkur.Líkt og áður geta þátttakendur hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir...

13 dagar til stefnu - konum fjölgað um helming á tveimur áratugum

Í dag eru 13 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í London en eins og áður hefur komið fram sendir Ísland fjóra keppendur til leiks. Að þessu sinni er metfjöldi kvenna sem tekur þátt í leikunum en 1513 konur...

Hvati kominn á netið

Nýjasta tímaritið af Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, er komið í pdf-skjölum hér á heimasíðuna undir liðnum fræðslu efni. Í Hvata að þessu sinni kennir ýmissa grasa en eins og gefur að skilja skipar Ólympíumót fatlaðra stóran sess í blaðinu.Hvati

Team Iceland 2012 - blíðskaparveður á Þingvöllum

Áður en tímarit ÍF, Hvati, fór í prentun skunduðum við á Þingvöll og treystum vor heit. Ólympíumótsfarar Íslands voru vitaskuld með í för þar sem við smelltum af þeim forsíðumynd fyrir Hvata sem nú er kominn í dreifingu en þar...

Vel heppnaður fundur með samstarfs- og styrktaraðilum ÍF

Þriðjudaginn 7. ágúst hélt ÍF hádegisverðarfund með samstarfs- og styrktaraðilum sínum á Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík en þar var farið yfir hina ýmsu hluti er hafa að gera með þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra.Mæting var með besta móti...

Íslensk Getspá styður við bakið á ÍF fyrir Ólympíumótið

Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samkomulag um samstarf og stuðning fyrirtækisins við þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra í London 2012.Íslensk Getspá hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega við íþróttir fatlaðra líkt og aðrar íþróttir enda...

Æfingabúðum í Stoke Mandeville lokið

Íslenski sundhópurinn sem náði lágmörkum fyrir Ólympíumót fatlaðra í London var á dögunum við æfingabúðir í Stoke Mandeville á Englandi. Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir sem keppa í London voru við æfingar ásamt Anítu Ósk Hrafnsdóttur sem...

Skötumessan í Garði styrkti Ólympíufarana

Skötumessan í Sveitarfélaginu Garði fór fram á dögunum við húsfylli í Gerðaskóla. Þessi viðburður nýtur síaukinna vinsælda enda dagskráin ekki af verri endanum og skötuunnendur taka þarna myndarlegt forskot á þorláksmessusæluna. Skötumessan styður dyggilega við bakið á fötluðum og að...

Keppnisdagskrá Íslands í London

Hér að neðan fer keppnisdagskrá íslenska hópsins á Ólympíumóti fatlaðra í London. Íslensku keppendurnir hefja leik þann 31. ágúst en það er Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem ríður á vaðið með keppni í langstökki kvenna í flokki F37. Keppnin í langstökkinu...

IPC verður með allar klær úti í London - Ólympíumótið í beinni á Paralympic.org!

IPC, Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra, verður með viðamikla dagskrá á meðan Ólympíumóti fatlaðra í London stendur en IPC mun sýna um 580 klukkustundir frá Ólympímótinu á www.paralympic.org en þar inni má nálgast Youtube-síðu þeirra www.paralympicsport.tvUm fjóra beina strauma er að ræða...

Londonhópurinn kynntur í dag: Tveir í frjálsum og tveir í sundi

Þá er ljóst hvaða fjórir einstaklingar munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra í London í ágúst og september en mótið hefst eftir nákvæmlega 54 daga. Íslenski hópurinn var kynntur í sendiherrabústað Breta í Reykjavík í dag en hann...

Norvík styrkir ÍF næstu þrjú árin

Styrktar- og menningarsjóður Norvíkur og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um stuðning sjóðsins við starfsemi sambandsins.  Tilgangur Styrktar- og menningarsjóðs Norvíkur er að styrkja verkefni eða félög sem snúa t.a.m. að menningu, íþróttum og...

Pistorius fulltrúi Suður-Afríku á Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu

Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius verður á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London og á Ólympíumótinu sem hefst aðeins nokkrum dögum eftir að Ólympíumótinu lýkur. Þetta var staðfest í gær þegar tilkynnt var að Oscar myndi keppa í einstaklingskeppni í  400m hlaupi...

Alls 25 Íslandsmet á Opna þýska

Opna þýska meistaramótið í sundi fór fram í Berlín um helgina. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja á mótinu og settu heil 25 ný Íslandsmet. Jón Margeir Sverrisson setti nýtt heimsmet en beðið er staðfestingar á metinu og greinum við...