Fréttir

Myndaregn frá Hollandi

EM fatlaðra í frjálsum lauk í Hollandi þann 28. júní síðastliðinn þar sem Ísland átti sex keppendur sem settu sex ný Íslandsmet í frjálsum. Við höfum þegar sett inn vegleg myndasöfn frá mótinu sem nálgast má á www.123.is/ifMyndasafn frá keppnisdegi...

Elín Fanney sigurvegari á minningarmóti Harðar Barðdal

Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum þar sem Hafnfirðingurinn Elín Fanney Ólafsdóttir hafði sigur í flokki fatlaðra. Sigurvegari í flokki ófatlaðra var Oddur Þórðarson. Elín Fanney hlaut einnig hvatningarverðlaun GSFÍ á mótinu....

Alls 20 Íslandsmet fallin í Berlín

Opna þýska meistaramótið í sundi stendur nú yfir og eru alls 20 Íslandsmet fallin á mótinu. Hér að neðan er listi yfir þau met sem íslenskt sundfólk hefur sett á mótinu til þessa:9 Íslandsmet á öðrum keppnisdegiThelma Björg Björnsdóttir, S6...

Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi í Þýskalandi

Opna þýska meistaramótið í sundi stendur nú yfir og féllu sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi. Jón Margeir Sverrisson var með glæsilega bætingu í 200m. skriðsundi þegar hann kom í bakkann á 2:01,56 mín. Þessi glæsilegi tími Jóns tryggði honum sigur...

Rússar sigursælastir í Hollandi - Sex Íslandsmet litu dagsins ljós

Rússar voru sigursælastir á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem lauk í gær í Stadskanaal í Hollandi. Ísland vann til þrennra verðlauna á mótinu og sex Íslandsmet litu dagsins ljós. Í Hollandi voru samankomnir 520 íþróttamenn frá 38 löndum.Sigursælustu þjóðirnar á...

Lokadagurinn í dag á EM

Í dag er lokakeppnisdagurinn á Evrópumeistaramótinu í Stadskanaal en þá keppa Ármenningarnir Helgi Sveinsson og Davíð Jónsson í flokki F42.Davíð ríður á vaðið kl. 11:00 að íslenskum tíma í kúluvarpi F42 og Helgi kl. 12:00 í langstökki. Hópurinn er svo...

Íþróttafélagið Fjörður auglýsir eftir sundþjálfara

Fjörður leitar að einstakling til að taka við þjálfun afrekshóps sunddeildar Fjarðar frá og með 1. ágúst 2012.  Æfingar fara fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.Nánari upplýsingar veitir Þór Jónsson formaður félagsins, thor.jonsson@advania.is og í síma 695 9185.

Davíð nældi í brons í kúluvarpi - Helgi setti nýtt Íslandsmet í langstökki

Davíð Jónsson, Ármanni, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi. Davíð opnaði daginn með nýju Íslandsmeti í fyrsta kasti þegar hann varpaði kúlunni 11,02 metra. Hans lengst kast í dag...

Helgi opnar daginn í spjótkasti

Í dag fer fram fjórði keppnisdagur á EM fatlaðra í frjálsum í Hollandi og er það Helgi Sveinsson sem opnar daginn þegar hann keppir í spjótkasti í flokki F42 kl. 10:15 að íslenskum tíma.Í mörg horn verður að líta en...

Helgi tók silfrið í spjótinu - setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet

Helgi Sveinsson var rétt í þessu að vinna til silfurverðlauna á EM fatlaðra í frjálsíþróttum þegar hann kastaði spjótinu 46,52 metra í flokki F42. Fyrr í mánuðinum kastaði Helgi 35,48 metra á Íslandsmóti ÍF svo um risavaxna bætingu er að...

Matthildur komst ekki í úrslit í 100m hlaupi

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni á EM fatlaðra í Hollandi en áðan keppti hún í undanrásum í 100m hlaupi sem var hennar síðasta grein á mótinu. Matthildur kom í mark á tímanum 15,89 sek. Besti tími Matthildar og Íslandsmet...

Ingeborg fimmta í kringlunni

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH, hafnaði áðan í fimmta sæti í kringlukasti á EM fatlaðra í frjálsum sem nú fer fram í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti sig mikið í greininni, kastaði lengst 16,31 metra.Fyrsta kast Ingeborgar var 13,59m, annað kastið...

Þriðji keppnisdagur á EM - Hulda byrjar í kúluvarpi

Í dag er þriðj keppnisdagur á EM fatlaðra í Hollandi og Hulda Sigurjónsdóttir opnar daginn fyrir Íslands hönd þegar hún keppir í kúluvarpi í flokki F20, flokki þroskahamlaðra. Alls 12 keppendur eru skráðir til leiks í kúluvarpinu hjá Huldu svo...

Hulda bætti Íslandsmetið um 4 sentimetra

Hulda Sigurjónsdóttir var rétt í þessu að bæta Íslandsmetið í kúluvarpi á EM í Stadskanaal í flokki F20 kvenna en hún varpaði kúlunni 9,04 metra. Hennar gildandi Íslandsmet var 9,00 metrar en það setti hún fyrr í þessum mánuði á...

Matthildur stórbætti tímann sinn en missti naumlega af úrslitum

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir stórbætti tímann sinn í 200m hlaupi F37 á EM í Stadskanaal í dag þegar hún kom í mark á tímanum 32,51 sek. Tíminn hefði verið nýtt Íslandsmet en vindur var of mikill eða +2,4 m/s og því...

Fyrstu verðlaun Íslands í hús - Matthildur þriðja í langstökki

Ísland hefur unnið til sinna fyrstu verðlauna á EM fatlaðra í frjálsum sem nú fer fram í Stadskanaal í Hollandi. Það var Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem hafnaði í 3. sæti í langstökki kvenna í flokki F37 er hún stökk lengst...

EM Holland: Dagur 3

Þá er þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í frjálsum lokið í Stadskanaal í Hollandi og í sarpinn söfnuðust tvö ný Íslandsmet og bronsverðlaun. Hulda Sigurjónsdóttir bætti fyrst Íslandsmetið í kúluvarpi F20 kvenna er hún varpaði kúlunni 9,03m og bætti svo...

Baldur og Ingeborg keppa í dag

Í dag eru það Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem verða í sviðsljósinu á EM fatlaðra í Stadskanaal. Kl. 09:30 að íslenskum tíma keppir Baldur í kúluvarpi og er það hans síðasta grein á mótinu og kl. 10:00...

Ingeborg bætti Íslandsmetið um 59 sentimetra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hafnaði í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á EM fatlaðra í Stadskanaal þegar hún bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentimetra. Fyrra metið var frá 9. júní síðastliðnum þegar Ingeborg kastaði slétta 15m...

Opnunarhátíð EM lokið í Hollandi - mótið hefst í dag!

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsíþróttum hefst í Hollandi í dag en setningarathöfn mótsins fór fram í gærkvöldi. Ísland á sex keppendur á mótinu og aldrei áður í sögu ÍF hefur jafn fjölmennur hópur farið á Evrópumeistaramót í greininni. Á EM eru...