Fréttir

Íslandsmótið í boccia á Seyðisfirði um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Seyðisfirði dagana 2.-4. október næstkomandi. Mótssetning fer fram fimmtudagskvöldið 2. október kl. 20:30 í íþróttahúsinu á Seyðisfirði. Keppnin sjálf hefst föstudagsmorguninn 3. október kl. 09:00 og lýkur á laugardag. Þegar...

Þjálfaranámskeið ÍF fyrir aðila sem vinna með fötluðu sundfólki

Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu, bróðurparti dagskrárinnar verður miðað að þjálfurum. Námskeiðið fer fram í fundarsal E hjá ÍSÍ á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal þann 11. október næstkomandi. Hluti námskeiðsins mun fara fram á ensku en spurningar...

Nóg við að vera í Antverpen

Íslenska íþróttafólkið hefur í mörg horn að líta þessa dagana á Evrópuleikum Special Olympics sem fram fara í Antverpen í Belgíu. Knattspyrnuliðið gerði 1-1 jafntefli við Króata í gær en máttu svo sætta sig við 3-1 ósigur gegn Lettum. Í dag...

FSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum vegna EM

Evrópumeistaramót í hópfimleikum 2014 fer fram í Laugardalshöll dagana 15.-18. október næstkomandi. Fimleikasamband Íslands er að safna saman öflugum hóp sjálfboðaliða sem hefði áhuga á að vinna með skemmtilegum hóp við undirbúning, uppsetningu og framkvæmd mótsins.Áhugasamir geta sett sig í...

Sveinn og Helga heimsóttu íslenska hópinn í Antverpen

Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, heimsóttu á dögunum íslenska Special Olympics hópinn sem nú dvelur í Antverpen í Belgu þar sem Evrópuleikar Special Olympics fara fram.Sveinn og Helga kynntu sér m.a. verkefnið Healthy...

Myndband frá innmarseringunni í Antverpen

Mikið er við að vera þessa dagana á Evrópuleikum Special Olympics í Antverpen en þar eru nú 29 íslenskir keppendur að láta til sín taka. Á  dögunum fór fram setningarhátíð leikanna og er hægt að sjá innmarseringu íþróttamanna í heild...

Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni

Frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni 13 ára og yngri hefjast á nýjan leik næsta fimmtudag, 18. september. Æfingarnar fara fram kl. 16:50-17:50 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.Líkt og á síðasta tímabili verða það Theodór Karlsson (663 0876) og Linda Kristinsdóttir...

Góður gangur hjá Pálma í þríþrautinni

Pálmi Guðlaugsson lætur deigan ekki síga en hann hefur verið iðinn við kolann í þríþrautinni upp á síðkastið. Pálmi keppti á tveimur mótum nýverið. Fyrra mótið var TT (time trial) keppni sem haldin var á Krísuvíkurvegi 27. ágúst og byggist...

Tvö ár í Ríó

Síðastliðinn sunnudag voru nákvæmelga tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst í Ríó í Brasilíu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíumót fatlaðra mun fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við rúmlega 4000 íþróttamönnum frá tæplega 180 þjóðlöndum. Keppnisdagarnir verða 12...

40 manna hópur heldur til Antwerpen í fyrramálið

Á morgun heldur 40 manna hópur af stað áleiðis til Antwerpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis,...

Íslandsmót ÍF á Seyðisfirði 2.-4. október

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Seyðisfirði dagana 2.-4. október næstkomandi en Íþróttafélagið Viljinn hefur umsjón með mótinu þetta árið.Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um þau gögn geta haft...

Gerist þú sjálfboðaliði í Ríó?

Skráning er nú hafin fyrir sjálfboðaliða á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra 2016 sem fram fara í Ríó í Brasilíu. Næstkomandi sunnudag, 7. september, eru nákvæmlega tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst en það fer jafnan fram skömmu að Ólympíuleikunum...

Hljóp á nýju heimsmeti

Kim de Roy, setti nýtt óopinbert heimsmet í maraþonhlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst. Kim hljóp maraþonhlaup á besta tíma í sögunni í flokki þeirra sem eru aflimaðir á öðrum fæti fyrir neðan hné. Hann hljóp á tímanum 2:57:06 og...

Gylfi Þór studdi íslenska hópinn úr stúkunni

Stuðningurinn úr stúkunni í Swansea var ekki af verri endanum í gær þegar Arnar Helgi Lárusson keppti í 200m hjólastólakappakstri á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni var mættur á...

Matthildur fimmta á nýju Íslandsmeti

Það kom í síðustu grein! Nýtt Íslandsmet og það eina á Evrópumeistaramótinu í frjálsum þetta sinni. Metið setti Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, þegar hún kom fimmta í mark í 400m hlaupi í flokki T37. Matthildur hljóp á tímanum 1:12,86 mín....

Matthildur og Arnar á ferðinni í dag

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, opnar daginn fyrir Ísland á Evrópumeistaramótinu í frjálsum er hún keppir í langstökki T37 kvenna. Keppnin hefst kl. 09:40 að staðartíma eða 08:40 að íslenskum tíma. Sjö eru skráðar til leiks í langstökkinu í dag þar...

Matthildur sjötta í langstökki

Keppni í langstökki T37 var að ljúka þar sem Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, hafnaði í sjötta sæti með lengsta stökk upp á 3,96 metra. Ekki vildi fjögurra metra múrinn gefa sig að þessu sinni en lengsta stökk Matthildar þetta árið...

Arnar tók bronsið í Swansea

Arnar Helgi Lárusson tók í kvöld við bronsverðlaunum í flokki T53 á Evrópumeistaramótinu í Swansea. Í braut kom Arnar fimmti í mark við erfiðar aðstæður, talsverða rigningu og mótvind, en þegar öll kurl voru komin til grafar höfðu ítalskur og...

Morgunstund gefur „gull“ í mund

Það er ekki oft sem skært og glansandi gull bíður við endann á þessu gamla og góða orðatiltæki en í morgun reyndist svo vera þegar íslenski hópurinn dreif sig á fætur í Swansea til þess að sjá Helga Sveinsson taka...

Arnar Helgi hefur keppni í dag

Arnar Helgi Lárusson, Nes, hefur keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum í dag þegar hann keppir í 100m hjólastólakappakstri. Keppnin hjá Arnari hefst kl. 16:21 að staðartíma eða kl. 15:21 að íslenskum tíma en Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) er með mótið...