Fréttir
Ávarp formanns ÍSÍ: ÍSÍ 100 ára
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur nú á merkum tímamótum. Fagnar aldarafmæli. Að baki er merkileg saga frá því að samtökin voru stofnuð á umbrotatímum í íslensku samfélagi á öndverðri 20. öldinni – nokkrum árum áður en Ísland varð fullvalda ríki. ...
Skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli 2012
Þrjú skíðanámskeið fyrir fatlaða verða haldin í Hlíðarfjalli í vetur. Námskeiðin hefjast á föstudögum kl. 17.00 og lýkur á sunnudögum kl. 16.00 Námskeiðin eru öll fyrir byrjendur og lengra komna og alla fötlunarhópa. Hámarksfjöldi á hvert námskeið tekur mið af þörf á...
Alls féllu 21 Íslandsmet á RIG
Um síðastliðna helgi fóru Reykjavíkurleikarnir (RIG) fram í Laugardal og víðar. Sundkeppni hjá fötluðum fór fram í Laugardalslaug þar sem margir sýndu sparihliðarnar enda féllu 21 Íslandsmet þessa helgina. Listi yfir Íslandsmet fatlaðra í sundi á RIG Föstudagur - 20. janúarPálmi Guðlaugsson...
Handbók um skíðaiðkun fatlaðs fólks
Vakin er athygli á lokaverkefni Guðnýjar Bachmann til Meistaragráðu við Þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands.Lokaverkefnið tekur fyrir gildi skíðaiðkunar fatlaðs fólks og meginverkefnið er handbók um skíðakennslu fatlaðs fólks. Í gegnum meðfylgjandi tengil má nálgast lokaverkefnið og þarf eingunis að skoða myndirnar...
Íslenski hesturinn og fólk með fötlun
Íþróttasamband fatlaðra og Hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ, standa fyrir ráðstefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11.febrúar 2012 kl. 10.00 – 16.00. Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttir eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og...
RIG lokið – átta Íslandsmet á síðasta keppnisdegi
Sundhluta fatlaðra á Reykjavík International Games er lokið og alls 21 Íslandsmet sem leit dagsins ljós þessa helgina en rétt í þessu var þriðja og síðasta keppnishluta mótsins að ljúka. Átta Íslandsmet féllu í dag þar sem Hjörtur Már Ingvarsson...
Níu Íslandsmet á öðrum keppnisdegi RIG
Í dag féllu alls níu Íslandsmet í sundhluta fatlaðra á RIG sem fram fer í Laugardalslaug. Á morgun fer fram þriðji og síðasti mótshlutinn þar sem upphitun hefst kl. 12:00 og keppnin 12:45. Íslandsmetin á öðrum mótshluta RIG Hjörtur Már Ingvarsson,...
Þrjú Íslandsmet í dag: Sport TV sýnir beint á morgun
Í dag fór fram fyrsti keppnisdagurinn á RIG, sundhluta fatlaðra þar sem þrjú Íslandsmet litu dagsins ljós. Pálmi Guðlaugsson reið fyrstur á vaðið með nýtt Íslandsmet í flokki S7 þegar hann kom í bakkann á 1:29,18 mín. í 100m. flugsundi. Annað...
Afreksþjálfun – Ráðstefna 19.janúar 2012 í tilefni af RIG
Í tilefni af fimmtu Reykjavíkurleikunum og 100 ára afmæli ÍSÍ munu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Fyrirlestrarnir munu fara fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, fimmtudaginn 19. janúar....
RIG 2012: Greinar sundmótsins
Reykjavík International Games fara fram í höfuðborginni dagana 20.-22. janúar næstkomandi. Hér að neðan er greinalistinn fyrir keppni í sundhluta fatlaðra. Við minnum á að skil skráninga eru fyrir miðnætti þriðjudaginn 17. janúar á thor.jonsson@skyrr.is Föstudagur upphitun 13:00, mót 13:45 Grein1100.metra...
Íþróttaskóli ÍFR fyrir hressa krakka
ÍFR stendur fyrir Íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 4-8 ára frá 21.janúar til 25.febrúar. Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku alla laugardaga kl. 10.30 til 11.30 Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 4-8 ára en Íþróttarskólinn hefur aðsetur hjá...
RIG í Laugardalslaug 20.-22. janúar
Dagana 20.-22. janúar næstkomandi fara Reykjavík International Games fram í höfuðborginni. Keppni í sundi fer fram í Laugardalslaug og er keppt alla þrjá dagana. Skráningargögn í mótið vegna keppni fatlaðra hafa þegar verið send út á aðildarfélög ÍF og rennur...
Ellefu íþróttamenn úr röðum fatlaðra á lista styrkþega Afrekssjóðs og styrktarsjóðs
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, miðvikudaginn 4. janúar 2012, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2012. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 83 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 67 m.kr....
Veglegt myndasafn frá Nýárssundmótinu
Nú er komið inn á myndasíðu ÍF veglegt safn frá Nýárssundmóti barna og unglinga sem fram fór í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Hátt í 90 myndir eru í safninu frá mótinu þar sem Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann Sjómannabikarinn annað árið...
Kolbrún Alda vann Sjómannabikarinn annað árið í röð: Besti árangurinn í 11 ár!
Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga var að ljúka í Laugardalslaug þar sem sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut fyrir vikið Sjómannabikarinn eftirstótta annað árið í röð. Kolbrún hlaut 764 stig fyrir 50m. bringusund og var þessi...
Jón í 23. sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins
Knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson er íþróttamaður ársins 2011. Íþróttasamband fatlaðra óskar Heiðari innilega til hamingju með útnefninguna. Jón Margeir Sverrisson hafnaði í 23. sæti í kjörinu þetta árið með 5 stig. Jón Margeir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir, íþróttamenn ÍF 2011, voru...
Góð þátttaka í Nýárssundmótinu: Hátt í 100 krakkar skráðir til leiks
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í innilauginni í Laugardal sunnudaginn 8. janúar næstkomandi. Upphitun hefst kl. 14:00 og keppnin kl. 15:00. Heiðursgestur mótsins er Hr. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Bjóðum við heiðursgest mótsins hjartanlega velkominn til þessa tuttugasta og...
Minningarmót ÍFR í boccia
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík mun standa fyrir minningarmóti í boccia laugardaginn 7. janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í minningu fyrrverandi formanns ÍFR Júlíusar Arnarssonar íþróttakennara. Eftirtöldum aðilum er boðið til þátttöku í mótinu: Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, félagsstarf aldraðra í...
Ávarp formanns
Í fjölbreyttu starfi eins og því sem ÍF stendur fyrir er ávallt eitthvert stórt verkefni í gangi. Á fjögurra ára fresti fer fram Ólympíumót fatlaðra og síðan eru það heimsleikar þroskahamlaðra (Global Games), alþjóðaleikar Special Olympics, heimsmeistaramót, Evrópumót og norræn...
Jón Margeir í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins hjá Reykjavík síðdegis
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit keppandi var í gær valin Íþróttamaður ársins hjá lesendum Vísir.is og hlustendum Bylgjunnar en kjörið var kunngjört í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hafnaði í 2. sæti en hann var fyrr í...